Aron Einar gefur út bók: Ég hef fullorðnast í sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Aron Einar Gunnarsson á HM síðast sumar. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira