Lífið

Rapparinn Mac Miller látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Rapparinn Mac Miller, sem hér spilar á Frauenfeld hátíðinni í Sviss árið 2017, er látinn
Rapparinn Mac Miller, sem hér spilar á Frauenfeld hátíðinni í Sviss árið 2017, er látinn Vísir/EPA
Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles.

Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að vinur rapparans, sem hét réttu nafni Malcolm James McCormick, hafi fundið Miller hreyfingarlausan og hringt í neyðarlínuna. Dánarorsök er talin vera ofneysla lyfja.

Rapparinn fæddist í janúar árið 1992 og var því 26 ára gamall. Fíknin hafði haft stór áhrif á líf Miller, til að mynda klessti hann bifreið sína undir áhrifum í maí síðastliðnum.

Einnig hefur fyrrverandi kærasta rapparans, poppdívan Ariana Grande sagt að eiturlyfjaneysla hans hafi verið stór ástæða fyrir sambandsslitum þeirra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.