Erfitt verkefni að leggja mat á tjón þolenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Höskuldur Kári Schram skrifar 28. september 2018 18:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bað fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og aðstandendur þeirra afsökunar í dag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Sérstökum starfshópi verður komið á fót til að leiða sáttaumleitanir og leggja mat á tjón þolenda í málinu. Fimm sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru sýknaðir við endurupptöku málsins í Hæstarétti í gær. Forsætisráðherra brást við þessari niðurstöðu í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem fyrrum sakborningar og aðstandendur þeirra eru beðnir afsökunar. „Ég fagna þessum málalyktum í einu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar og þess vegna var það mín tillaga að ríkisstjórnin myndi bregðast strax við og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu þar sem við biðjum fyrrum sakborninga, aðstandendur þeirra og aðra þá sem hafa átt um sárt að binda vegna þessa máls, afsökunar á því ranglæti sem þau hafa mátt þola,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að skipa sérstakan starfshóp sem fær það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir og leggja mat á mögulegt tjón. „Þetta verður ekki einfalt verkefni en eigi að síður er mjög mikilvægt að ríkið taki frumkvæði í þessu máli,“ segir Katrín. Helga Vala Helgadóttir þingmaður samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir eðlilegt og sjálfsagt að ríkisstjórnin biðjist afsökunar með þessum hætti. „Auðvitað fagnar maður því að þarna sé kominn sýknudómur yfir þessum einstaklingum. Um leið er maður pínulítið hryggur og vonsvikin yfir því að Hæstiréttur fjalli ekki málið sem slíkt. Hæstiréttur rökstyður í rauninni ekki niðurstöðu sína með öðru en því að þar sem ákæruvaldið fór fram á sýknu þá lagatæknilega geti þeir ekki gert annað en að sýkna. Það er engin umfjöllun um málið sem slíkt eða það dómsmorð sem átti sér stað fyrir tæpum fjörutíu árum,“ segir Helga Vala. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bað fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og aðstandendur þeirra afsökunar í dag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Sérstökum starfshópi verður komið á fót til að leiða sáttaumleitanir og leggja mat á tjón þolenda í málinu. Fimm sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru sýknaðir við endurupptöku málsins í Hæstarétti í gær. Forsætisráðherra brást við þessari niðurstöðu í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem fyrrum sakborningar og aðstandendur þeirra eru beðnir afsökunar. „Ég fagna þessum málalyktum í einu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar og þess vegna var það mín tillaga að ríkisstjórnin myndi bregðast strax við og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu þar sem við biðjum fyrrum sakborninga, aðstandendur þeirra og aðra þá sem hafa átt um sárt að binda vegna þessa máls, afsökunar á því ranglæti sem þau hafa mátt þola,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að skipa sérstakan starfshóp sem fær það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir og leggja mat á mögulegt tjón. „Þetta verður ekki einfalt verkefni en eigi að síður er mjög mikilvægt að ríkið taki frumkvæði í þessu máli,“ segir Katrín. Helga Vala Helgadóttir þingmaður samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir eðlilegt og sjálfsagt að ríkisstjórnin biðjist afsökunar með þessum hætti. „Auðvitað fagnar maður því að þarna sé kominn sýknudómur yfir þessum einstaklingum. Um leið er maður pínulítið hryggur og vonsvikin yfir því að Hæstiréttur fjalli ekki málið sem slíkt. Hæstiréttur rökstyður í rauninni ekki niðurstöðu sína með öðru en því að þar sem ákæruvaldið fór fram á sýknu þá lagatæknilega geti þeir ekki gert annað en að sýkna. Það er engin umfjöllun um málið sem slíkt eða það dómsmorð sem átti sér stað fyrir tæpum fjörutíu árum,“ segir Helga Vala.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira