Erfitt verkefni að leggja mat á tjón þolenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Höskuldur Kári Schram skrifar 28. september 2018 18:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bað fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og aðstandendur þeirra afsökunar í dag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Sérstökum starfshópi verður komið á fót til að leiða sáttaumleitanir og leggja mat á tjón þolenda í málinu. Fimm sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru sýknaðir við endurupptöku málsins í Hæstarétti í gær. Forsætisráðherra brást við þessari niðurstöðu í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem fyrrum sakborningar og aðstandendur þeirra eru beðnir afsökunar. „Ég fagna þessum málalyktum í einu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar og þess vegna var það mín tillaga að ríkisstjórnin myndi bregðast strax við og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu þar sem við biðjum fyrrum sakborninga, aðstandendur þeirra og aðra þá sem hafa átt um sárt að binda vegna þessa máls, afsökunar á því ranglæti sem þau hafa mátt þola,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að skipa sérstakan starfshóp sem fær það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir og leggja mat á mögulegt tjón. „Þetta verður ekki einfalt verkefni en eigi að síður er mjög mikilvægt að ríkið taki frumkvæði í þessu máli,“ segir Katrín. Helga Vala Helgadóttir þingmaður samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir eðlilegt og sjálfsagt að ríkisstjórnin biðjist afsökunar með þessum hætti. „Auðvitað fagnar maður því að þarna sé kominn sýknudómur yfir þessum einstaklingum. Um leið er maður pínulítið hryggur og vonsvikin yfir því að Hæstiréttur fjalli ekki málið sem slíkt. Hæstiréttur rökstyður í rauninni ekki niðurstöðu sína með öðru en því að þar sem ákæruvaldið fór fram á sýknu þá lagatæknilega geti þeir ekki gert annað en að sýkna. Það er engin umfjöllun um málið sem slíkt eða það dómsmorð sem átti sér stað fyrir tæpum fjörutíu árum,“ segir Helga Vala. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bað fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og aðstandendur þeirra afsökunar í dag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Sérstökum starfshópi verður komið á fót til að leiða sáttaumleitanir og leggja mat á tjón þolenda í málinu. Fimm sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru sýknaðir við endurupptöku málsins í Hæstarétti í gær. Forsætisráðherra brást við þessari niðurstöðu í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem fyrrum sakborningar og aðstandendur þeirra eru beðnir afsökunar. „Ég fagna þessum málalyktum í einu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar og þess vegna var það mín tillaga að ríkisstjórnin myndi bregðast strax við og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu þar sem við biðjum fyrrum sakborninga, aðstandendur þeirra og aðra þá sem hafa átt um sárt að binda vegna þessa máls, afsökunar á því ranglæti sem þau hafa mátt þola,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að skipa sérstakan starfshóp sem fær það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir og leggja mat á mögulegt tjón. „Þetta verður ekki einfalt verkefni en eigi að síður er mjög mikilvægt að ríkið taki frumkvæði í þessu máli,“ segir Katrín. Helga Vala Helgadóttir þingmaður samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir eðlilegt og sjálfsagt að ríkisstjórnin biðjist afsökunar með þessum hætti. „Auðvitað fagnar maður því að þarna sé kominn sýknudómur yfir þessum einstaklingum. Um leið er maður pínulítið hryggur og vonsvikin yfir því að Hæstiréttur fjalli ekki málið sem slíkt. Hæstiréttur rökstyður í rauninni ekki niðurstöðu sína með öðru en því að þar sem ákæruvaldið fór fram á sýknu þá lagatæknilega geti þeir ekki gert annað en að sýkna. Það er engin umfjöllun um málið sem slíkt eða það dómsmorð sem átti sér stað fyrir tæpum fjörutíu árum,“ segir Helga Vala.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira