Félagsbústaðir kaupa íbúðir og stefna að hækkun leiguverðs Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir rekstur fasteignafélaga erfiðan þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað sem hefur áhrif á reksturinn. Vísir/ernir Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira