AC Milan fékk Atalanta í heimsókn í Seríu A á Ítalíu í dag og úr varð fjörugur leikur.
Gonzalo Higuain kom heimamönnum úr Mílanó-borg yfir strax á 2. mínútu leiksins eftir stoðsendingu Suso. Ekkert meira var skorað í fyrri hálfleik en mörkin urðu fleiri í þeim síðari.
Alejandro Gomez jafnaði leikinn fyrir Atalanta á 54. mínútu en skömmu síðar kom Giacomo Bonaventura AC Milan aftur yfir, aftur eftir stoðsendingu Suso.
Allt virtist stefna í sigur AC Milan. Svo varð hins vegar raunin ekki. Emiliano Rigoni jafnaði leikinn í uppbótartíma og tryggði gestunum í Atalanta eitt stig.
Liðin eru jöfn með fimm stig eftir fimm umferðir.
Atalanta stal stiginu gegn AC Milan með marki í uppbótartíma
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
