Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 10:33 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur fundað með forstjóra Menntamálastofnunar vegna mistaka sem gerð voru við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku. Vísir/ernir Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en eins og greint var frá í gær gat meirihluta nemenda ekki lokið prófinu í gær vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp með netþjón prófsins sem staðsettur er í Evrópu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, hafi í gær átt fund með með Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunar. Þar var farið yfir umfang og ástæður vandans. Upplýsti Arnór „að tæknileg mistök hjá þjónustuaðila prófakerfisins urðu til þess að prófið var ekki fært yfir á afkastameiri netþjón. Hann greindi einnig frá því að þegar vandamálið kom í ljós setti Menntamálastofnun í gang viðbragðsáætlun og var áhersla lögð á að upplýsa alla um stöðuna,“ eins og segir í tilkynningu. Ráðherra hefur boðað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum næstkomandi miðvikudag til að ákveða hvernig unnið verði úr málinu. Verða hagsmunir nemenda hafðir að leiðarljósi í því mati. „Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun gengur framkvæmd samræmds könnunarprófs í stærðfræði, sem nú stendur yfir, samkvæmt áætlun. Það er von ráðuneytisins að nemendur geti lokið því prófi og enskuprófinu sem fram fer á morgun farsællega,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Óásættanlegt fyrir nemendur að sögn skólastjóra Skólastjóri Hagaskóla sendir foreldrum bréf og deilir gremju þeirra. 7. mars 2018 12:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en eins og greint var frá í gær gat meirihluta nemenda ekki lokið prófinu í gær vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp með netþjón prófsins sem staðsettur er í Evrópu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, hafi í gær átt fund með með Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunar. Þar var farið yfir umfang og ástæður vandans. Upplýsti Arnór „að tæknileg mistök hjá þjónustuaðila prófakerfisins urðu til þess að prófið var ekki fært yfir á afkastameiri netþjón. Hann greindi einnig frá því að þegar vandamálið kom í ljós setti Menntamálastofnun í gang viðbragðsáætlun og var áhersla lögð á að upplýsa alla um stöðuna,“ eins og segir í tilkynningu. Ráðherra hefur boðað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum næstkomandi miðvikudag til að ákveða hvernig unnið verði úr málinu. Verða hagsmunir nemenda hafðir að leiðarljósi í því mati. „Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun gengur framkvæmd samræmds könnunarprófs í stærðfræði, sem nú stendur yfir, samkvæmt áætlun. Það er von ráðuneytisins að nemendur geti lokið því prófi og enskuprófinu sem fram fer á morgun farsællega,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Óásættanlegt fyrir nemendur að sögn skólastjóra Skólastjóri Hagaskóla sendir foreldrum bréf og deilir gremju þeirra. 7. mars 2018 12:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Óásættanlegt fyrir nemendur að sögn skólastjóra Skólastjóri Hagaskóla sendir foreldrum bréf og deilir gremju þeirra. 7. mars 2018 12:30