Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Þórdís Valsdóttir skrifar 21. apríl 2018 11:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Vísir/stefán „Vandinn er sá að lýðræðið hefur á vissan hátt látið undan síga, það virkar ekki lengur eins og til var ætlast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í dag. Þetta er fyrsta landsþing Miðflokksins. Sigmundur Davíð sagði að stefnuræða hans á morgun verði óhefðbundin og hann muni fyrst og fremst fjalla um eitt málefni. „Ég ætla að nota það sem dæmi um öll hin, til þess að skýra það hvernig við, þessi nýji flokkur með sínar nýju hugmyndir og nálganir, getum nálgast lausn allra þeirra stóru viðfangsefna sem samfélag okkar stendur frammi fyrir.“ Hann sagði að breytingar í samfélaginu kalli á viðbrögð stjórnmálanna og að bestu viðbrögðin séu að endurvekja virkni lýðræðisins. „Hugmyndin um að hver og einn eigi að hafa jafnan rétt til þess að segja til um hvernig samfélagið þróast, þessi hugmynd og þessi aðferð er eiginlega undantekning frekar en hitt í mannkynssögunni og vissulega fylgja þessu ýmis vandamál, að láta þetta ganga vel fyrir sig. En engin aðferð til að stjórna landi hefur reynst eins vel og engin aðferð er eins rétt. Vandinn er sá að lýðræðið hefur á vissan hátt látið lá undan síga, það virkar ekki eins og til var ætlast.“ Hann segir Miðflokkinn ætla að innleiða nýja tíma í íslenskum stjórnmálum og að „ekki veiti af“. Hann er þeirrar skoðunar að kjósendur hafi tekið eftir því að það skipti ekki máli hver er kosinn því niðurstaðan verði alltaf meira eða minna sú sama. „Æ oftar eru myndaðar ríkisstjórnir fyrst og fremst um stólaskipti þar sem að hver og einn flokkur felst á að gefa eftir sín helstu áherslumál, gefa eftir loforðin sín úr kosningabaráttunni, gegn því að hinir flokkarnir geri slíkt hið sama. Samkomulag um að gera sem minnst, samkomulag um að hafa ekki stefnu og eftirláta þess í stað kerfunum að stjórna landinu. Við þessar aðstæður virka stjórnmálin ekki. Lýðræðið virkar ekki sem skyldi og rétturinn til að stjórna er tekinn af þeim sem eiga þann rétt og eiga að fara með valdið, almenningi. Eitt skýrasta dæmið um þess aþróun er núverandi ríkisstjórn.“Segir ríkisstjórnina stefna í að setja met í útgjaldaaukningu„Ríkisstjórnin núna hefur lýst því yfir að hún sé til í að eyða miklum peningum og það stefnir í að hún ætli að setja met í útgjaldaaukningu,“ sagði Sigmundur og bætir við að það fjármagn sem ríkisstjórnin hefur til umráða hafi orðið til með markvissri stefnu sem ekki sé til staðar nú. „Gangi hagvaxtarspánnar ekki eftir þá munum við lenda í verulegum vandræðum. Það er eins og hugarfarið núna sé það að það sé óhætt núna að hætta að róa, að báturinn sé svo lengi núna að færast í rétta átt að það hljóti að vera orðið óhtt að hætta bara að róa,“ sagði Sigmundur. Hann segir ríkisstjórnina myndaða um stefnuleysi vegna þess að „þau vita að þau munu aldrei geta komið sér saman um það hvaða átt þau skulu stefna“ og að hjá henni sé engin framtíðarsýn. Hann segir að Miðflokkurinn hafi skýra sýn á framtíðina og að flokkurinn ætli að endurvekja lýðræðishugsjónina. Í spilaranum hér að neðan er hægt að fylgjast með landsþingi flokksins í beinni útsendingu frá Hörpu. Stefnuræða Sigmundar Davíðs hefst klukkan 13:15 á morgun. Stj.mál Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins í Hörpu Landsþing Miðflokksins fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 10:36 Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Enginn fer fram gegn Sigmundi Sex eru í framboði til embætta á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 08:35 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
„Vandinn er sá að lýðræðið hefur á vissan hátt látið undan síga, það virkar ekki lengur eins og til var ætlast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í dag. Þetta er fyrsta landsþing Miðflokksins. Sigmundur Davíð sagði að stefnuræða hans á morgun verði óhefðbundin og hann muni fyrst og fremst fjalla um eitt málefni. „Ég ætla að nota það sem dæmi um öll hin, til þess að skýra það hvernig við, þessi nýji flokkur með sínar nýju hugmyndir og nálganir, getum nálgast lausn allra þeirra stóru viðfangsefna sem samfélag okkar stendur frammi fyrir.“ Hann sagði að breytingar í samfélaginu kalli á viðbrögð stjórnmálanna og að bestu viðbrögðin séu að endurvekja virkni lýðræðisins. „Hugmyndin um að hver og einn eigi að hafa jafnan rétt til þess að segja til um hvernig samfélagið þróast, þessi hugmynd og þessi aðferð er eiginlega undantekning frekar en hitt í mannkynssögunni og vissulega fylgja þessu ýmis vandamál, að láta þetta ganga vel fyrir sig. En engin aðferð til að stjórna landi hefur reynst eins vel og engin aðferð er eins rétt. Vandinn er sá að lýðræðið hefur á vissan hátt látið lá undan síga, það virkar ekki eins og til var ætlast.“ Hann segir Miðflokkinn ætla að innleiða nýja tíma í íslenskum stjórnmálum og að „ekki veiti af“. Hann er þeirrar skoðunar að kjósendur hafi tekið eftir því að það skipti ekki máli hver er kosinn því niðurstaðan verði alltaf meira eða minna sú sama. „Æ oftar eru myndaðar ríkisstjórnir fyrst og fremst um stólaskipti þar sem að hver og einn flokkur felst á að gefa eftir sín helstu áherslumál, gefa eftir loforðin sín úr kosningabaráttunni, gegn því að hinir flokkarnir geri slíkt hið sama. Samkomulag um að gera sem minnst, samkomulag um að hafa ekki stefnu og eftirláta þess í stað kerfunum að stjórna landinu. Við þessar aðstæður virka stjórnmálin ekki. Lýðræðið virkar ekki sem skyldi og rétturinn til að stjórna er tekinn af þeim sem eiga þann rétt og eiga að fara með valdið, almenningi. Eitt skýrasta dæmið um þess aþróun er núverandi ríkisstjórn.“Segir ríkisstjórnina stefna í að setja met í útgjaldaaukningu„Ríkisstjórnin núna hefur lýst því yfir að hún sé til í að eyða miklum peningum og það stefnir í að hún ætli að setja met í útgjaldaaukningu,“ sagði Sigmundur og bætir við að það fjármagn sem ríkisstjórnin hefur til umráða hafi orðið til með markvissri stefnu sem ekki sé til staðar nú. „Gangi hagvaxtarspánnar ekki eftir þá munum við lenda í verulegum vandræðum. Það er eins og hugarfarið núna sé það að það sé óhætt núna að hætta að róa, að báturinn sé svo lengi núna að færast í rétta átt að það hljóti að vera orðið óhtt að hætta bara að róa,“ sagði Sigmundur. Hann segir ríkisstjórnina myndaða um stefnuleysi vegna þess að „þau vita að þau munu aldrei geta komið sér saman um það hvaða átt þau skulu stefna“ og að hjá henni sé engin framtíðarsýn. Hann segir að Miðflokkurinn hafi skýra sýn á framtíðina og að flokkurinn ætli að endurvekja lýðræðishugsjónina. Í spilaranum hér að neðan er hægt að fylgjast með landsþingi flokksins í beinni útsendingu frá Hörpu. Stefnuræða Sigmundar Davíðs hefst klukkan 13:15 á morgun.
Stj.mál Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins í Hörpu Landsþing Miðflokksins fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 10:36 Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Enginn fer fram gegn Sigmundi Sex eru í framboði til embætta á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 08:35 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Bein útsending: Landsþing Miðflokksins í Hörpu Landsþing Miðflokksins fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 10:36
Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30
Enginn fer fram gegn Sigmundi Sex eru í framboði til embætta á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 08:35
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent