Um ellefu útköll á dag í sjúkraflutningum á Suðurlandi á síðasta ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 10:00 Styrmir Sigurðarson er yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. vísir/mhh Útköllum í sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár, að sögn Styrmis Sigurðarsonar, yfirmanns sjúkraflutninga í landshlutanum. Síðan árið 2011 hefur aukningin verið 72 prósent og á milli áranna 2016 og 2017 var hún fimm prósent. „Það sem af er ári er aukningin síðan 17 prósent miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Styrmir og tekur dæmi um að aukningin í sjúkraflutningum á Kirkjubæjarklaustri það sem af er ári sé 100 prósent og í Vestmannaeyjum sé hún 60 prósent. Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi sinna svæði sem nær frá Bláfjallaafleggjara og að miðri leið milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði. Spannar svæðið um 31.000 ferkílómetra. Á síðasta ári voru útköllin alls 3886 sem gera tæplega ellefu útköll á dag. Útköllin eru alls kyns, aðallega veikindi og slys, en aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um Suðurland spilar mikið inn í fjölgun útkalla í sjúkraflutningum. Kveðst mæta skilningi hjá núverandi heilbrigðisráðherra En hvernig eru hann og hans menn í stakk búnir til að takast á við þessa fjölgun verkefna? „Við erum alltaf að berjast fyrir því hjá ráðuneytinu að fá fjármagn og mönnun til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Við höfum mætt miklum skilningi þar og þau hafa tekið þátt í því að reyna að efla þetta en við erum ekki alltaf að mæta skilningi hjá ráðuneytinu,“ segir Styrmir og vísar í heilbrigðisráðuneytið. „Hins vegar, eftir að nýr heilbrigðisráðherra tók til starfa, Svandís Svavarsdóttir, þá hefur hún sýnt gríðarlegan skilning og hefur sýnt þess merki að hún hefur áhuga á að bæta þennan málaflokk,“ segir Styrmir. Bendir hann á að ráðherrann hafi skipað starfshóp um hvernig rekstur sjúkrabíla eigi að vera eftir að Rauði krossinn hættir rekstri þeirra. Þá hafi hún einnig skipað starfshóp um aðkomu gæslunnar að rekstri á sjúkraþyrlu. „Þannig að hún er að standa sig mjög vel í því allavega að fá fagfólkið til að fjalla um málin til að koma með tillögur að úrbótum.“Þarf að geta stýrt starfinu betur svo fólk bugist ekki vegna álags Aðspurður kveðst Styrmir bjartsýnn á það að fá þá aukningu sem hann biður um til þess að geta sinnt sumrinu almennilega. En hefur einhvern tímann eitthvað farið illa vegna þess að ekki er nægur mannskapur til staðar? „Nei, það er nefnilega þannig að þó að þetta fólk sem er að vinna hjá okkur sé ekki bakvaktarskylt þá höfum við alltaf getað hringt í það og það mætir á stöðina eins og hver annar björgunarsveitarmaður þar sem því rennur blóðið til skyldunnar,“ segir Styrmir. Sjúkraflutningamenn eru í fullu starfi á tveimur stöðum á Suðurlandi, annars vegar á Hvolsvelli og hins vegar á Selfossi. Annars staðar í umdæminu sinnir fólk sjúkraflutningum í hlutastarfi. „Við myndum vilja fá fjármagn til þess að geta stutt betur við þessa minni staði sem eru með hlutastarfsfólk til að minnka álagið á þeim og nýta mannskapinn sem er í fullu starfi til að leysa þau af. Þannig væri hægt að stýra þessu á þann veg að fólkið á minni stöðunum bugist ekki úr álagi því fólkið á minni stöðunum er í sínum vinnum í sínum litlu samfélögum, er að sinna útköllum og þarf svo bara að mæta aftur og sinna sínum vinnum.“ Tengdar fréttir Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. 14. nóvember 2017 19:56 Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári "Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina," segir yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. júní 2017 18:45 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Útköllum í sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár, að sögn Styrmis Sigurðarsonar, yfirmanns sjúkraflutninga í landshlutanum. Síðan árið 2011 hefur aukningin verið 72 prósent og á milli áranna 2016 og 2017 var hún fimm prósent. „Það sem af er ári er aukningin síðan 17 prósent miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Styrmir og tekur dæmi um að aukningin í sjúkraflutningum á Kirkjubæjarklaustri það sem af er ári sé 100 prósent og í Vestmannaeyjum sé hún 60 prósent. Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi sinna svæði sem nær frá Bláfjallaafleggjara og að miðri leið milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði. Spannar svæðið um 31.000 ferkílómetra. Á síðasta ári voru útköllin alls 3886 sem gera tæplega ellefu útköll á dag. Útköllin eru alls kyns, aðallega veikindi og slys, en aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um Suðurland spilar mikið inn í fjölgun útkalla í sjúkraflutningum. Kveðst mæta skilningi hjá núverandi heilbrigðisráðherra En hvernig eru hann og hans menn í stakk búnir til að takast á við þessa fjölgun verkefna? „Við erum alltaf að berjast fyrir því hjá ráðuneytinu að fá fjármagn og mönnun til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Við höfum mætt miklum skilningi þar og þau hafa tekið þátt í því að reyna að efla þetta en við erum ekki alltaf að mæta skilningi hjá ráðuneytinu,“ segir Styrmir og vísar í heilbrigðisráðuneytið. „Hins vegar, eftir að nýr heilbrigðisráðherra tók til starfa, Svandís Svavarsdóttir, þá hefur hún sýnt gríðarlegan skilning og hefur sýnt þess merki að hún hefur áhuga á að bæta þennan málaflokk,“ segir Styrmir. Bendir hann á að ráðherrann hafi skipað starfshóp um hvernig rekstur sjúkrabíla eigi að vera eftir að Rauði krossinn hættir rekstri þeirra. Þá hafi hún einnig skipað starfshóp um aðkomu gæslunnar að rekstri á sjúkraþyrlu. „Þannig að hún er að standa sig mjög vel í því allavega að fá fagfólkið til að fjalla um málin til að koma með tillögur að úrbótum.“Þarf að geta stýrt starfinu betur svo fólk bugist ekki vegna álags Aðspurður kveðst Styrmir bjartsýnn á það að fá þá aukningu sem hann biður um til þess að geta sinnt sumrinu almennilega. En hefur einhvern tímann eitthvað farið illa vegna þess að ekki er nægur mannskapur til staðar? „Nei, það er nefnilega þannig að þó að þetta fólk sem er að vinna hjá okkur sé ekki bakvaktarskylt þá höfum við alltaf getað hringt í það og það mætir á stöðina eins og hver annar björgunarsveitarmaður þar sem því rennur blóðið til skyldunnar,“ segir Styrmir. Sjúkraflutningamenn eru í fullu starfi á tveimur stöðum á Suðurlandi, annars vegar á Hvolsvelli og hins vegar á Selfossi. Annars staðar í umdæminu sinnir fólk sjúkraflutningum í hlutastarfi. „Við myndum vilja fá fjármagn til þess að geta stutt betur við þessa minni staði sem eru með hlutastarfsfólk til að minnka álagið á þeim og nýta mannskapinn sem er í fullu starfi til að leysa þau af. Þannig væri hægt að stýra þessu á þann veg að fólkið á minni stöðunum bugist ekki úr álagi því fólkið á minni stöðunum er í sínum vinnum í sínum litlu samfélögum, er að sinna útköllum og þarf svo bara að mæta aftur og sinna sínum vinnum.“
Tengdar fréttir Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. 14. nóvember 2017 19:56 Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári "Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina," segir yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. júní 2017 18:45 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. 14. nóvember 2017 19:56
Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári "Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina," segir yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. júní 2017 18:45