Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 19:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar millilenti í Eyjum til að fá eldsneyti. Vísir Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. Fyrsta útkallið barst rétt fyrir hádegi þar sem bíll hafði ekið útaf nálægt Kirkjubæjarklaustri. Skömmu síðar var tilkynnt um alvarleg veikindi á Holsvelli og tveimur mínútum síðar var tilkynnt um umferðarslys á Suðurlandsvegi þar sem tveir bílar skullu saman. Allt tiltækt lið var sent á slysstað á Kirkjubæjarklaustri en þá barst útkallið á Hvolsvelli. „Þá kemur útkall ofan á það í Hveragerði sem við þurftum að fá bíl úr Reykjavík til að fara í. Ofan í það kemur annað alvarlegt útkall, sem bíllinn frá Kirkjubæjarklaustri fer í,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, í samtali við Vísi. „Þetta er komið út í að við þurftum að kalla út allsherjarútkall hjá okkur og við þurftum að fá aðstoð frá Reykjavík til að geta sinnt útköllum. Við ætluðum að fá bílinn úr Reykjavík bara til að dekka svæðið okkar á meðan en hann lenti svo í útkalli líka. Þannig að þetta er svona algjörlega í það mesta.“Þyrlan millilenti með sjúkling Styrmir segir að mikið álag hafi einnig verið á lögreglunni og slökkviliði í Vík sem voru einnig send á vettvang umferðarslyssins á Suðurlandsvegi. „Þetta fór betur en á horfðist en engu að síðu einn einstaklingur fluttur með þyrlunni í Fossvog,“ segir Styrmir. Álagið á þyrlu Landhelgisgæslunnar var raun svo mikið að hún þurfti að millilenda í Vestmannaeyjum með einn sjúkling um borð til að fá eldsneyti áður en annar sjúklingur var sóttur. „Þyrlan tekur fyrri sjúklinginn upp á Hellu, fer svo með þann sjúkling með sér til Eyja og tankar og nær í hinn sjúklinginn og flýgur svo með báða í bæinn. Þeir mátu ástandið þannig að sjúklingurinn sem fyrir var, hann var stabíll og þeir töldu þetta vera í lagi.“ Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skógasandi Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi nú á öðrum tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman á veginum. 14. nóvember 2017 13:44 Þyrlu Gæslunnar snúið við í tvígang vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni að sækja slasaða manneskju eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsvegi austan við Skóga á öðrum tímanum í dag. 14. nóvember 2017 14:51 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. Fyrsta útkallið barst rétt fyrir hádegi þar sem bíll hafði ekið útaf nálægt Kirkjubæjarklaustri. Skömmu síðar var tilkynnt um alvarleg veikindi á Holsvelli og tveimur mínútum síðar var tilkynnt um umferðarslys á Suðurlandsvegi þar sem tveir bílar skullu saman. Allt tiltækt lið var sent á slysstað á Kirkjubæjarklaustri en þá barst útkallið á Hvolsvelli. „Þá kemur útkall ofan á það í Hveragerði sem við þurftum að fá bíl úr Reykjavík til að fara í. Ofan í það kemur annað alvarlegt útkall, sem bíllinn frá Kirkjubæjarklaustri fer í,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, í samtali við Vísi. „Þetta er komið út í að við þurftum að kalla út allsherjarútkall hjá okkur og við þurftum að fá aðstoð frá Reykjavík til að geta sinnt útköllum. Við ætluðum að fá bílinn úr Reykjavík bara til að dekka svæðið okkar á meðan en hann lenti svo í útkalli líka. Þannig að þetta er svona algjörlega í það mesta.“Þyrlan millilenti með sjúkling Styrmir segir að mikið álag hafi einnig verið á lögreglunni og slökkviliði í Vík sem voru einnig send á vettvang umferðarslyssins á Suðurlandsvegi. „Þetta fór betur en á horfðist en engu að síðu einn einstaklingur fluttur með þyrlunni í Fossvog,“ segir Styrmir. Álagið á þyrlu Landhelgisgæslunnar var raun svo mikið að hún þurfti að millilenda í Vestmannaeyjum með einn sjúkling um borð til að fá eldsneyti áður en annar sjúklingur var sóttur. „Þyrlan tekur fyrri sjúklinginn upp á Hellu, fer svo með þann sjúkling með sér til Eyja og tankar og nær í hinn sjúklinginn og flýgur svo með báða í bæinn. Þeir mátu ástandið þannig að sjúklingurinn sem fyrir var, hann var stabíll og þeir töldu þetta vera í lagi.“
Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skógasandi Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi nú á öðrum tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman á veginum. 14. nóvember 2017 13:44 Þyrlu Gæslunnar snúið við í tvígang vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni að sækja slasaða manneskju eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsvegi austan við Skóga á öðrum tímanum í dag. 14. nóvember 2017 14:51 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Skógasandi Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi nú á öðrum tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman á veginum. 14. nóvember 2017 13:44
Þyrlu Gæslunnar snúið við í tvígang vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni að sækja slasaða manneskju eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsvegi austan við Skóga á öðrum tímanum í dag. 14. nóvember 2017 14:51