Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Valur Lýðsson til hægri með lögmanni sínum í dómsal. Fréttablaðið/Eyþór „Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstungum, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru viðstaddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðarnefndi settist andspænis dómaranum og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í tilefni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð.Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars.Vísir/VilhelmAð sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnisleysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahúsinu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstungum, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru viðstaddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðarnefndi settist andspænis dómaranum og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í tilefni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð.Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars.Vísir/VilhelmAð sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnisleysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahúsinu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15