Segir ríkisstjórnina ekki ráða við að koma á félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 18:50 Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“ Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“
Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00
Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16