Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2018 15:16 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31