Siðferðilegt dílemma að sitja og bíða eftir að einhver láti lífið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 08:00 Mynd um baráttu Guðmundar er frumsýnd á fimmtudag. Eiginkona hans er Sylwia Nowakowska. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er spennandi en kvíðvænlegt á sama tíma. Maður er mjög berskjaldaður að hleypa fólki alveg að innsta koppi,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson. Tuttugu ár eru síðan Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi. Hann hefur beðið handaágræðslu í Frakklandi í áratug. Guðmundur er nú á Íslandi. Heimildarmynd um hann verður frumsýnd í Bíói Paradís á fimmtudag. Kvikmyndagerðarmenn hafa fylgt Guðmundi eftir frá árinu 2011 og er afraksturinn myndin „Nýjar hendur innan seilingar“. Mikið var fjallað um það í fjölmiðlum þegar Guðmundur ákvað að fara í handaágræðsluna sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar. Alls söfnuðust 40 milljónir króna, meðal annars til að hann gæti haldið út til Lyon og gengist undir aðgerðina. Síðan hafa flestir kannski lítið heyrt af gangi mála. Heimildarmyndin varpar ljósi á það sem gerst hefur síðan. Biðina, ótal frestanir, baráttuna við kerfið og skrifræðið ytra.Guðmundur Felix mátar sérútbúið skurðarborð í Frakklandi árið 2013.„Ég er alltaf spurður sömu spurninganna þegar ég hitti Íslendinga. Myndin sýnir hvað er búið að vera í gangi og hvers vegna ég er ekki enn kominn með hendur. Það er heilmikið búið að vera að gerast þó að ég hafi svolítið horfið af yfirborðinu,“ segir Guðmundur sem hefur búið í Lyon í fimm ár. „Staðan er alltaf sú að við bíðum eftir gjafa. Frá 2016 erum við komin yfir mesta skrifræðið og allt sem við lentum í fyrstu árin. Það tók rosalegan tíma að lenda í kerfinu en núna erum við í raun að bíða eftir að einhver deyi. Það er skrýtin staða að vera í, að hlusta eftir sjúkrabílum. Að vonast eftir að þetta fari að gerast sem aftur þýðir að maður er að vonast eftir að einhver deyi. Þetta er siðferðilegt dílemma.“ Guðmundur segir að hann búi enn að þeim fjármunum sem söfnuðust fyrir hann. Mikill kostnaður hafi fallið til í byrjun. Síðan hafi þetta staðið undir leigu og uppihaldi í Lyon. Nú sé einnig komið í gegn að rannsóknarsjóður við spítalann mun koma að fjármögnun aðgerðarinnar að einhverju leyti. Eins og sjá má í myndinni, sem óhætt er að mæla með, gefst Guðmundur ekki upp og heldur enn í vonina og veit að aðgerðin mun eiga sér stað. „Það veit enginn hvernig þetta mun takast. En það sem telst ásættanlegur árangur er olnbogahreyfingar, að ég geti lyft og hreyft olnboga. Það er ekki mjög líklegt að ég geti notað fingurna. Hvað mig varðar, þó svo að ég muni ekki geta notað fingurna og á endanum myndi taka hendurnar sjálfar af aftur, þá er ég samt mikið betur settur hvað úrval gerviútlima varðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26 Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
„Þetta er spennandi en kvíðvænlegt á sama tíma. Maður er mjög berskjaldaður að hleypa fólki alveg að innsta koppi,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson. Tuttugu ár eru síðan Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi. Hann hefur beðið handaágræðslu í Frakklandi í áratug. Guðmundur er nú á Íslandi. Heimildarmynd um hann verður frumsýnd í Bíói Paradís á fimmtudag. Kvikmyndagerðarmenn hafa fylgt Guðmundi eftir frá árinu 2011 og er afraksturinn myndin „Nýjar hendur innan seilingar“. Mikið var fjallað um það í fjölmiðlum þegar Guðmundur ákvað að fara í handaágræðsluna sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar. Alls söfnuðust 40 milljónir króna, meðal annars til að hann gæti haldið út til Lyon og gengist undir aðgerðina. Síðan hafa flestir kannski lítið heyrt af gangi mála. Heimildarmyndin varpar ljósi á það sem gerst hefur síðan. Biðina, ótal frestanir, baráttuna við kerfið og skrifræðið ytra.Guðmundur Felix mátar sérútbúið skurðarborð í Frakklandi árið 2013.„Ég er alltaf spurður sömu spurninganna þegar ég hitti Íslendinga. Myndin sýnir hvað er búið að vera í gangi og hvers vegna ég er ekki enn kominn með hendur. Það er heilmikið búið að vera að gerast þó að ég hafi svolítið horfið af yfirborðinu,“ segir Guðmundur sem hefur búið í Lyon í fimm ár. „Staðan er alltaf sú að við bíðum eftir gjafa. Frá 2016 erum við komin yfir mesta skrifræðið og allt sem við lentum í fyrstu árin. Það tók rosalegan tíma að lenda í kerfinu en núna erum við í raun að bíða eftir að einhver deyi. Það er skrýtin staða að vera í, að hlusta eftir sjúkrabílum. Að vonast eftir að þetta fari að gerast sem aftur þýðir að maður er að vonast eftir að einhver deyi. Þetta er siðferðilegt dílemma.“ Guðmundur segir að hann búi enn að þeim fjármunum sem söfnuðust fyrir hann. Mikill kostnaður hafi fallið til í byrjun. Síðan hafi þetta staðið undir leigu og uppihaldi í Lyon. Nú sé einnig komið í gegn að rannsóknarsjóður við spítalann mun koma að fjármögnun aðgerðarinnar að einhverju leyti. Eins og sjá má í myndinni, sem óhætt er að mæla með, gefst Guðmundur ekki upp og heldur enn í vonina og veit að aðgerðin mun eiga sér stað. „Það veit enginn hvernig þetta mun takast. En það sem telst ásættanlegur árangur er olnbogahreyfingar, að ég geti lyft og hreyft olnboga. Það er ekki mjög líklegt að ég geti notað fingurna. Hvað mig varðar, þó svo að ég muni ekki geta notað fingurna og á endanum myndi taka hendurnar sjálfar af aftur, þá er ég samt mikið betur settur hvað úrval gerviútlima varðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26 Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26
Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent