Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. janúar 2018 20:52 Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Ráðherrann segir þessar upplýsingar hins vegar engu breyta um málið. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi í júní 2017 tillögu dómsmálaráðherra um þá fimmtán einstaklinga sem taka skyldu sæti við Landsrétt. Í fjórum tilfellum var vikið frá niðurstöðu hæfisnefndar og aðrir skipaðir en þeir sem metnir höfðu verið hæfastir. Af þessu leiðir að fjórir þeirra sem voru í hópi fimmtán hæfustu fengu ekki dómarasæti, en tveimur þeirra hafa þegar verið dæmdar bætur frá ríkinu og krefjast hinir tveir enn fremur bóta. Stundin birti í dag gögn úr dómsmálaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna tölvupóstsamskipti milli lögfræðinga úr nokkrum ráðuneytum auk athugasemda sem sérfræðingar gerðu við bréf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis vegna skipunar í Landsrétt. Í einu bréfanna segir lögfræðingur m.a. að ef ráðherra ætli að leggja tillögu fyrir þingið þar sem vikið sé frá niðurstöðu hæfisnefndar þurfi að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Í sama streng tekur Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í athugasemdum við bréf Sigríðar til Alþingis segir hún m.a. „Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“ Ekki náðist í viðkomandi sérfræðinga til viðtals í dag, en ráðherra segir gögnin litlu breyta um stöðuna. „Mér var fullkunnugt um þetta og ræddi við þessa starfsmenn og aðra sérfræðinga þessi álitaefni og ég ræddi það líka við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar með hvaða hætti ég hefði innt þessa rannsóknarskyldu af hendi. Það var bara mitt mat á þessum tíma að henni væri fullnægt svona,“ segir dómsmálaráðherra. Vísar Sigríður meðal annars til þess að Alþingi hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins, auk þess sem hún hafi haft skamman tíma til að taka ákvörðun. Í dómum sínum frá því í desember sagði Hæstiréttur m.a. að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægilega og væri ríkið því skaðabótaskylt. Ljóst er því að ákvörðunin kostar ríkissjóð talsverða fjármuni. Það mun auðvitað talsverður kostnaður falla á ríkið vegna þessarar skipunar.Sérðu fyrir þér að axla einhverja frekari pólitíska ábyrgð, segja af þér? „Ég hef náttúrulega bara gengið í gegnum kosningar og þannig er hin pólitíska ábyrgð og ég leiddi þann lista sem fékk nú næstflest atkvæði á landinu í síðustu kosningum. Þessi mál voru öll komin upp þá og héraðsdómur hafði nú fallið þá.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Ráðherrann segir þessar upplýsingar hins vegar engu breyta um málið. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi í júní 2017 tillögu dómsmálaráðherra um þá fimmtán einstaklinga sem taka skyldu sæti við Landsrétt. Í fjórum tilfellum var vikið frá niðurstöðu hæfisnefndar og aðrir skipaðir en þeir sem metnir höfðu verið hæfastir. Af þessu leiðir að fjórir þeirra sem voru í hópi fimmtán hæfustu fengu ekki dómarasæti, en tveimur þeirra hafa þegar verið dæmdar bætur frá ríkinu og krefjast hinir tveir enn fremur bóta. Stundin birti í dag gögn úr dómsmálaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna tölvupóstsamskipti milli lögfræðinga úr nokkrum ráðuneytum auk athugasemda sem sérfræðingar gerðu við bréf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis vegna skipunar í Landsrétt. Í einu bréfanna segir lögfræðingur m.a. að ef ráðherra ætli að leggja tillögu fyrir þingið þar sem vikið sé frá niðurstöðu hæfisnefndar þurfi að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Í sama streng tekur Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í athugasemdum við bréf Sigríðar til Alþingis segir hún m.a. „Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“ Ekki náðist í viðkomandi sérfræðinga til viðtals í dag, en ráðherra segir gögnin litlu breyta um stöðuna. „Mér var fullkunnugt um þetta og ræddi við þessa starfsmenn og aðra sérfræðinga þessi álitaefni og ég ræddi það líka við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar með hvaða hætti ég hefði innt þessa rannsóknarskyldu af hendi. Það var bara mitt mat á þessum tíma að henni væri fullnægt svona,“ segir dómsmálaráðherra. Vísar Sigríður meðal annars til þess að Alþingi hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins, auk þess sem hún hafi haft skamman tíma til að taka ákvörðun. Í dómum sínum frá því í desember sagði Hæstiréttur m.a. að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægilega og væri ríkið því skaðabótaskylt. Ljóst er því að ákvörðunin kostar ríkissjóð talsverða fjármuni. Það mun auðvitað talsverður kostnaður falla á ríkið vegna þessarar skipunar.Sérðu fyrir þér að axla einhverja frekari pólitíska ábyrgð, segja af þér? „Ég hef náttúrulega bara gengið í gegnum kosningar og þannig er hin pólitíska ábyrgð og ég leiddi þann lista sem fékk nú næstflest atkvæði á landinu í síðustu kosningum. Þessi mál voru öll komin upp þá og héraðsdómur hafði nú fallið þá.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46