Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2018 20:23 Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54