Verkefnisstjóri Alzheimersamtakanna gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2018 22:00 Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira