Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 08:54 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki „heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. Hún hafi verið kostuð af einstaklingum sem vilji halda fram sínum eigin sjónarmiðum þegar kemur að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi og varpi því ekki sanngjörnu ljósi á málaflokkinn að mati Einars. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, dró upp dökka mynd af reynslu Norðmanna og Skota af fiskeldi á undanförnum árum. Rætt var við fjölda einstaklinga sem vöruðu Íslendinga við því að feta sömu spor og fyrrnefndar þjóðir; spor full af óafturkræfum náttúruspjöllum, erfðamengun í fiskistofnum og margvíslegri mengun. Einar ræddi myndina í Bítinu í morgun ásamt Kristján Þ. Davíðssyni, framkvæmdastjóra Landssambands Fiskeldisstöðva. Þeir voru á einu máli um að myndin væri einhliða – það væri þó hvorki aðalatriðið né ætti það að koma á óvart. Ráðist hafi verið í gerð myndarinnar með það fyrir augum að draga fram verstu hliðar fiskeldis. Því hafi að „sjálfsögðu“ aðeins verið rætt við einstaklinga sem væru andsnúnir þessum iðnaði, enda myndu kvikmyndagerðarmennirnir – „ekki leggja pening í mynd sem dregur upp jákvæða mynd af fiskeldinu,“ eins og Einar orðaði það. Hann sagðist þó vera ósáttur við að kvikmyndagerðarmennirnir hefðu ekki borið saman sambærilegar aðstæður. Fiskeldi í Noregi og Skotlandi lyti öðrum lögmálum en það íslenska, ekki síst í ljósi þess að hér séu hafstraumar um margt hagstæðari og þá þurfa fiskeldiskvíar að vera lengra úti á hafi en tíðkast í hinum löndunum tveimur – eins og fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um málið.Einar þvertók jafnframt fyrir það að fóður, sem sett væri ofan í kvíarnar, safnaðist fyrir á hafsbotni með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúru svæðisins. Lítið sem ekkert af fóðri fari í raun til spillis að sögn Einars, enda séu það fjárhagslegir hagsmunir fiskeldisfyrirtækjanna að fóðrið nýtist sem best. Þannig sé strangt eftirlit með því hvort að fiskurinn í kvíunum sé í raun að taka fóðrið eða ekki. Þar að auki geti slík „fóðurfjöll“ sem sögð eru myndast á hafsbotni skemmt sjálfar kvíarnar – með miklu fjárhagstjóni fyrir fiskeldisfyrirtækin. Einar sagðist þó ekki hafa tölur um það hversu mikið af fóðri safnaðist á hafsbotni undir íslenskum fiskeldiskvíum. Hann neitar því þó ekki að eitthvað fóður kunni að falla til við fiskeldi á Íslandi. Það sé þó ekki mikið og er í ofanálag lífrænt. „Móðir náttúra og Ægir konungur“ sjá síðan til þess að dreifa því um höfin, eins og Einar orðaði það. Þá gaf Einar jafnframt lítið fyrir áhyggjur manna af erfðablöndun eldisfisks og íslenskra stofna. Einstaka slysasleppingar hefðu þar lítil áhrif; stærsti hluti fiskanna dræpist skömmu eftir að úr kvíunum væri komið. Að sama skapi þarf litlar áhyggjur að hafa að sögn Einars af hugsanlegum sýkingum sem upp koma í tengslum við fiskeldið. Mikil framþróun hafi orðið í meðferðum sem innihalda ekki sýklalyf, sem annars hefði þurft að dæla ofan í kvíarnar, og vinni norskir vísindamenn nú að kappi við að nýjar lausnir – enda miklar fjárhagslegir hagsmunir undir. Þá sagði Einar jafnframt að rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis á Íslandi væri veitt til 10 ára, ólíkt fyrirkomulaginu í Noregi þar sem leyfin eru ótímabundin. Fari eitthvað úrskeiðs við fiskeldið er það því í höndum íslenskra stjórnvalda að afturkalla leyfin og stöðva ræktunina.Spjall þeirra Einars og Kristjáns við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að ofan. Fiskeldi Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00 Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki „heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. Hún hafi verið kostuð af einstaklingum sem vilji halda fram sínum eigin sjónarmiðum þegar kemur að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi og varpi því ekki sanngjörnu ljósi á málaflokkinn að mati Einars. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, dró upp dökka mynd af reynslu Norðmanna og Skota af fiskeldi á undanförnum árum. Rætt var við fjölda einstaklinga sem vöruðu Íslendinga við því að feta sömu spor og fyrrnefndar þjóðir; spor full af óafturkræfum náttúruspjöllum, erfðamengun í fiskistofnum og margvíslegri mengun. Einar ræddi myndina í Bítinu í morgun ásamt Kristján Þ. Davíðssyni, framkvæmdastjóra Landssambands Fiskeldisstöðva. Þeir voru á einu máli um að myndin væri einhliða – það væri þó hvorki aðalatriðið né ætti það að koma á óvart. Ráðist hafi verið í gerð myndarinnar með það fyrir augum að draga fram verstu hliðar fiskeldis. Því hafi að „sjálfsögðu“ aðeins verið rætt við einstaklinga sem væru andsnúnir þessum iðnaði, enda myndu kvikmyndagerðarmennirnir – „ekki leggja pening í mynd sem dregur upp jákvæða mynd af fiskeldinu,“ eins og Einar orðaði það. Hann sagðist þó vera ósáttur við að kvikmyndagerðarmennirnir hefðu ekki borið saman sambærilegar aðstæður. Fiskeldi í Noregi og Skotlandi lyti öðrum lögmálum en það íslenska, ekki síst í ljósi þess að hér séu hafstraumar um margt hagstæðari og þá þurfa fiskeldiskvíar að vera lengra úti á hafi en tíðkast í hinum löndunum tveimur – eins og fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um málið.Einar þvertók jafnframt fyrir það að fóður, sem sett væri ofan í kvíarnar, safnaðist fyrir á hafsbotni með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúru svæðisins. Lítið sem ekkert af fóðri fari í raun til spillis að sögn Einars, enda séu það fjárhagslegir hagsmunir fiskeldisfyrirtækjanna að fóðrið nýtist sem best. Þannig sé strangt eftirlit með því hvort að fiskurinn í kvíunum sé í raun að taka fóðrið eða ekki. Þar að auki geti slík „fóðurfjöll“ sem sögð eru myndast á hafsbotni skemmt sjálfar kvíarnar – með miklu fjárhagstjóni fyrir fiskeldisfyrirtækin. Einar sagðist þó ekki hafa tölur um það hversu mikið af fóðri safnaðist á hafsbotni undir íslenskum fiskeldiskvíum. Hann neitar því þó ekki að eitthvað fóður kunni að falla til við fiskeldi á Íslandi. Það sé þó ekki mikið og er í ofanálag lífrænt. „Móðir náttúra og Ægir konungur“ sjá síðan til þess að dreifa því um höfin, eins og Einar orðaði það. Þá gaf Einar jafnframt lítið fyrir áhyggjur manna af erfðablöndun eldisfisks og íslenskra stofna. Einstaka slysasleppingar hefðu þar lítil áhrif; stærsti hluti fiskanna dræpist skömmu eftir að úr kvíunum væri komið. Að sama skapi þarf litlar áhyggjur að hafa að sögn Einars af hugsanlegum sýkingum sem upp koma í tengslum við fiskeldið. Mikil framþróun hafi orðið í meðferðum sem innihalda ekki sýklalyf, sem annars hefði þurft að dæla ofan í kvíarnar, og vinni norskir vísindamenn nú að kappi við að nýjar lausnir – enda miklar fjárhagslegir hagsmunir undir. Þá sagði Einar jafnframt að rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis á Íslandi væri veitt til 10 ára, ólíkt fyrirkomulaginu í Noregi þar sem leyfin eru ótímabundin. Fari eitthvað úrskeiðs við fiskeldið er það því í höndum íslenskra stjórnvalda að afturkalla leyfin og stöðva ræktunina.Spjall þeirra Einars og Kristjáns við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að ofan.
Fiskeldi Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00 Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06
Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00
Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30