Námu fyrsta stjörnuljósið í alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 16:30 Teikning listamanns af því hvernig fyrstu stjörnur alheimsins gætu hafa litið út. Þær voru tröllvaxnir og glóandi hnettir vetnis og helíums sem brunnu skært og hratt. Vísir/AFP Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til. Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til.
Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15