Námu fyrsta stjörnuljósið í alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 16:30 Teikning listamanns af því hvernig fyrstu stjörnur alheimsins gætu hafa litið út. Þær voru tröllvaxnir og glóandi hnettir vetnis og helíums sem brunnu skært og hratt. Vísir/AFP Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til. Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til.
Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15