Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. mars 2018 03:15 Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. Maðurinn sem leitað var að í íshelli á Blágnípujökli fannst látinn á tólfta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn íslenskur og á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann íslenskur leiðsögumaður sem var í skipulagðri ferð á Hofsjökli í gær og fór þá ofan í íshellinn. Samferðafólk hans hafði samband við neyðarlínuna þegar maðurinn skilaði sér ekki aftur upp úr hellinum. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að samferðafólk mannsins hafi verið flutt í skála á Kerlingafjöllum og verði flutt þaðan áfram til byggða. Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshellinum á Hofsjökli í gær og sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í gærkvöldi að þetta væri ein stærsta aðgerð sem farið hafi verið í hér á landi síðustu ár. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar og skyggni var slæmt svo þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lenda í Kerlingarfjöllum og þaðan voru björgunarsveitarmenn og reykkafarar fluttir á snjósleðum að hellinum. Veður hamlaði flugi frá svæðinu en á þriðja tímanum í nótt gátu flugmenn Landhelgisgæslunnar flogið af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðrir sem að verkefninu komu séu á leið til byggða, en að sú ferð gæti tekið nokkurn tíma. Áhersla lögð á öryggi björgunarmanna Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang í kringum klukkan níu í gærkvöld en útkallið barst klukkan 18. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitarmenn sem voru á leið á staðinn kallaðar til baka. Áður en viðbragðsaðilar fóru á vettvang var vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis væri hár í hellinum. Því var lagt mikið upp úr því að björgunaraðgerðir væru hraðar og að öryggi björgunarmanna væri tryggt. Á vettvangi voru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Í tilkynningu sinni þakkar lögreglan öllum björgunaraðilum kærlega fyrir veitta aðstoð. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Maðurinn sem leitað var að í íshelli á Blágnípujökli fannst látinn á tólfta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn íslenskur og á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann íslenskur leiðsögumaður sem var í skipulagðri ferð á Hofsjökli í gær og fór þá ofan í íshellinn. Samferðafólk hans hafði samband við neyðarlínuna þegar maðurinn skilaði sér ekki aftur upp úr hellinum. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að samferðafólk mannsins hafi verið flutt í skála á Kerlingafjöllum og verði flutt þaðan áfram til byggða. Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshellinum á Hofsjökli í gær og sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í gærkvöldi að þetta væri ein stærsta aðgerð sem farið hafi verið í hér á landi síðustu ár. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar og skyggni var slæmt svo þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lenda í Kerlingarfjöllum og þaðan voru björgunarsveitarmenn og reykkafarar fluttir á snjósleðum að hellinum. Veður hamlaði flugi frá svæðinu en á þriðja tímanum í nótt gátu flugmenn Landhelgisgæslunnar flogið af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðrir sem að verkefninu komu séu á leið til byggða, en að sú ferð gæti tekið nokkurn tíma. Áhersla lögð á öryggi björgunarmanna Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang í kringum klukkan níu í gærkvöld en útkallið barst klukkan 18. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitarmenn sem voru á leið á staðinn kallaðar til baka. Áður en viðbragðsaðilar fóru á vettvang var vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis væri hár í hellinum. Því var lagt mikið upp úr því að björgunaraðgerðir væru hraðar og að öryggi björgunarmanna væri tryggt. Á vettvangi voru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Í tilkynningu sinni þakkar lögreglan öllum björgunaraðilum kærlega fyrir veitta aðstoð.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09