Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 19:09 Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Mynd/Alta.is Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“ Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57