Segir ótrúlegt að Sigmundur neiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 18:58 Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. Vísir/Ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ótrúlegt að Sigmundur afneiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur. Dagur svarar Sigmundi á Twitter síðu sinni í dag. „Sigmundur Davíð tjáði sig gegn borgarlínu á Bylgjunni. Sagði tvennt þurfa til að hún gangi upp: þétting byggðar við stöðvarnar og miðkjarna sem dragi til sín fólk og umferð. Hann taldi hvorugt rétt,“ skrifar hann. „Hið fyrra er þó í planinu og hið síðara er ótrúlegt að hann afneiti.“ Þá segir Dagur að Sigmundur sé að mótmæla því að það sé mikil umferð til miðborgarinnar á háannatímum. „Allir sem fara á fætur fyrir átta vita að þetta er rangt,“ skrifar borgarstjórinn. Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. „Þetta hefur líka verið hluti af verkefninu frá upphafi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosó – þvert á pólitík,“ segir Dagur. Almenningssamgöngur forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferðDagur skrifar einnig um viðtalið við Sigmund á Facebook-síðu sinni og bendir á að forsenda þess að fleiri velji að nota almenningssamgöngur sé forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar. „Án borgarlínu er óumflýjanlegt að tafatími í umferðinni aukist. Með borgarlínu komum við í veg fyrir það. Um það ber öllum umferðarútreikningum saman,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ótrúlegt að Sigmundur afneiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur. Dagur svarar Sigmundi á Twitter síðu sinni í dag. „Sigmundur Davíð tjáði sig gegn borgarlínu á Bylgjunni. Sagði tvennt þurfa til að hún gangi upp: þétting byggðar við stöðvarnar og miðkjarna sem dragi til sín fólk og umferð. Hann taldi hvorugt rétt,“ skrifar hann. „Hið fyrra er þó í planinu og hið síðara er ótrúlegt að hann afneiti.“ Þá segir Dagur að Sigmundur sé að mótmæla því að það sé mikil umferð til miðborgarinnar á háannatímum. „Allir sem fara á fætur fyrir átta vita að þetta er rangt,“ skrifar borgarstjórinn. Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. „Þetta hefur líka verið hluti af verkefninu frá upphafi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosó – þvert á pólitík,“ segir Dagur. Almenningssamgöngur forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferðDagur skrifar einnig um viðtalið við Sigmund á Facebook-síðu sinni og bendir á að forsenda þess að fleiri velji að nota almenningssamgöngur sé forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar. „Án borgarlínu er óumflýjanlegt að tafatími í umferðinni aukist. Með borgarlínu komum við í veg fyrir það. Um það ber öllum umferðarútreikningum saman,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06