Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Bocciaheimurinn á Akureyri klofnaði vegna málsins. „Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
„Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00