Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Bocciaheimurinn á Akureyri klofnaði vegna málsins. „Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
„Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00