Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Bocciaheimurinn á Akureyri klofnaði vegna málsins. „Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
„Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00