Segir Ísland ekki fyrir viðkvæma eftir að hafa kannað kynlífsvenjur Íslendinga Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2018 09:15 Marina Lakovleva, kannaði kynlífsvenjur Íslendinga. YouTube Ísland er ekki fyrir viðkvæma. Þetta er niðurstaða Marinu Lakovlevu sem kannaði kynlífsvenjur Íslendinga með því að kíkja út á lífið í miðbæ Reykjavíkur. Þar ræddi hún við nokkra Íslendinga um skyndikynnamenninguna hér á landi og tók afraksturinn saman í tólf mínútna myndband sem hún birtir á YouTube.Marina ræddi við ýmsa Íslendinga á förnum vegi og spurði út í stefnumótamenninguna hér á landi.Kynlíf fyrst og spyrja svo Hún komst fljótlega að því að Íslendingar eru ekki eins og Bandaríkjamenn þegar kemur að tilhugalífi. Í Bandaríkjunum þekkist að fara á nokkur stefnumót saman áður en kemur að kynlífi. Á Íslandi hins vegar sé hefðin sú að stunda kynlíf fyrst og spyrja svo. Marina telur neikvæðu hliðina á þessari menningu Íslendinga að þeir sem eru litlir í sér gætu átt erfitt með að sjá manneskju sem þeir eru nýbúnir að sofa hjá slá sér upp með einhverjum öðrum. Það gerist frekar oft að hennar mati á Íslandi því þar búi ekki margir. Hún segir hins vegar að það jákvæða sé að konur séu mun síður kallaðar druslur hér á landi fyrir að sofa hjá. Ísland sé afar frjálslynt land og hér sé ekki verið að eyða tímanum í allt of mikil samskipti áður en að kynlífi kemur. Það gæti vissulega verið jákvætt að einhverju leyti, Íslendingum líki annað hvort við manneskjuna sem þeir sofi hjá eða ekki. Eyði ekki tíma í formi nokkurra stefnumóta í allt ferlið.Marina fær innsýn í stefnumótamenninguna en kynnist líka íslenskri náttúru og venjum.„Þetta er íslenska leiðin“ Marina ræðir við nokkra Íslendinga í þættinum sem sögðu henni að algengt væri að sofa fyrst hjá einhverjum og ákveða síðan að hittast. Þegar hún spurði hvar Íslendingar hittu manneskjur sem þeir vildu sofa hjá voru partíin helst nefnd til sögunnar, allir þekkjast að einhverju leyti og því þurfi ekki mikinn tíma til að kynnast. „Það er íslenska leiðin,“ sagði einn viðmælandinn við Marinu. „Allir gera það og fólk venst því, við höfum ekkert annað val.“ Ein sagði við Marinu að hefðin væri að fara heim ölvuð saman. Ef henni líkaði við manninn þá kannski myndi hún bæta honum við vinalistann á Instagram. Ef ekki, þá yrði bara að hafa það. Var því bætt við að Ísland sé lítið land, allir þekki alla, og því þurfi ekki að hafa fyrir því að fá símanúmer viðkomandi, þú munt hvort sem er hitta hann aftur. Önnur sagði Tinder vera vinsælt á Íslandi fyrir skyndikynlíf. Önnur sagði það draumkennda sýn, úr bandarísku afþreyingarefni, að maður á kaffihúsi biðji um símanúmerið hjá sér. Ef það gerðist á Íslandi myndi hún biðja hann um að koma sér í burtu því hann væri óþægilegur.Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Ísland er ekki fyrir viðkvæma. Þetta er niðurstaða Marinu Lakovlevu sem kannaði kynlífsvenjur Íslendinga með því að kíkja út á lífið í miðbæ Reykjavíkur. Þar ræddi hún við nokkra Íslendinga um skyndikynnamenninguna hér á landi og tók afraksturinn saman í tólf mínútna myndband sem hún birtir á YouTube.Marina ræddi við ýmsa Íslendinga á förnum vegi og spurði út í stefnumótamenninguna hér á landi.Kynlíf fyrst og spyrja svo Hún komst fljótlega að því að Íslendingar eru ekki eins og Bandaríkjamenn þegar kemur að tilhugalífi. Í Bandaríkjunum þekkist að fara á nokkur stefnumót saman áður en kemur að kynlífi. Á Íslandi hins vegar sé hefðin sú að stunda kynlíf fyrst og spyrja svo. Marina telur neikvæðu hliðina á þessari menningu Íslendinga að þeir sem eru litlir í sér gætu átt erfitt með að sjá manneskju sem þeir eru nýbúnir að sofa hjá slá sér upp með einhverjum öðrum. Það gerist frekar oft að hennar mati á Íslandi því þar búi ekki margir. Hún segir hins vegar að það jákvæða sé að konur séu mun síður kallaðar druslur hér á landi fyrir að sofa hjá. Ísland sé afar frjálslynt land og hér sé ekki verið að eyða tímanum í allt of mikil samskipti áður en að kynlífi kemur. Það gæti vissulega verið jákvætt að einhverju leyti, Íslendingum líki annað hvort við manneskjuna sem þeir sofi hjá eða ekki. Eyði ekki tíma í formi nokkurra stefnumóta í allt ferlið.Marina fær innsýn í stefnumótamenninguna en kynnist líka íslenskri náttúru og venjum.„Þetta er íslenska leiðin“ Marina ræðir við nokkra Íslendinga í þættinum sem sögðu henni að algengt væri að sofa fyrst hjá einhverjum og ákveða síðan að hittast. Þegar hún spurði hvar Íslendingar hittu manneskjur sem þeir vildu sofa hjá voru partíin helst nefnd til sögunnar, allir þekkjast að einhverju leyti og því þurfi ekki mikinn tíma til að kynnast. „Það er íslenska leiðin,“ sagði einn viðmælandinn við Marinu. „Allir gera það og fólk venst því, við höfum ekkert annað val.“ Ein sagði við Marinu að hefðin væri að fara heim ölvuð saman. Ef henni líkaði við manninn þá kannski myndi hún bæta honum við vinalistann á Instagram. Ef ekki, þá yrði bara að hafa það. Var því bætt við að Ísland sé lítið land, allir þekki alla, og því þurfi ekki að hafa fyrir því að fá símanúmer viðkomandi, þú munt hvort sem er hitta hann aftur. Önnur sagði Tinder vera vinsælt á Íslandi fyrir skyndikynlíf. Önnur sagði það draumkennda sýn, úr bandarísku afþreyingarefni, að maður á kaffihúsi biðji um símanúmerið hjá sér. Ef það gerðist á Íslandi myndi hún biðja hann um að koma sér í burtu því hann væri óþægilegur.Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira