Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2018 07:00 Minnihlutinn telur alvarlega stöðu nú uppi í leikskólamálum í Hafnarfjarðarbæ. Fréttablaðið/Daníel Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira