Sjáðu sturlaða tæklingu og stoðsendingu Wayne Rooney Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. ágúst 2018 08:00 Wayne Rooney vísir/getty Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney er byrjaður að heilla Bandaríkjamenn en hann gekk til liðs við MLS deildarliðið DC United í sumar þegar hann var látinn fara frá Everton. Rooney hjálpaði liði sínu heldur betur á lokamínútunum þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Orlando City í nótt. Á lokamínútu fyrri hálfleiks lagði Rooney upp fyrsta mark leiksins þegar Luciano Acosta kom DC yfir. Þegar komið var í uppbótartíma venjulegs leiktíma var staðan hins vegar orðin 2-2 og DC einum manni fleiri. Þá fengu þeir hornspyrnu og einhverra hluta vegna ákvað markvörður liðsins að bregða sér í sóknina. Hornspyrnan misheppnaðist og Orlando menn geystust í skyndisókn og freistuðu þess að skora í autt mark DC. Rooney var ekki á sama máli og sýndi mikla vinnusemi þegar hann hljóp uppi sóknarmann Orlando, vann tæklingu og þrumaði boltanum í kjölfarið inn í vítateiginn, beint á kollinn á áðurnefndum Acosta sem skallaði boltann í netið, fullkomnaði þrennu sína og tryggði DC dramatískan sigur. Sjón er sögu ríkari og má sjá hetjudáð Rooney hér að neðan auk ítarlegrar greiningar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar á þessu atviki.WAYNE. ROONEY.What just happened???https://t.co/M5WE3kKsCh— Major League Soccer (@MLS) August 13, 2018 Fótbolti Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Sjá meira
Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney er byrjaður að heilla Bandaríkjamenn en hann gekk til liðs við MLS deildarliðið DC United í sumar þegar hann var látinn fara frá Everton. Rooney hjálpaði liði sínu heldur betur á lokamínútunum þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Orlando City í nótt. Á lokamínútu fyrri hálfleiks lagði Rooney upp fyrsta mark leiksins þegar Luciano Acosta kom DC yfir. Þegar komið var í uppbótartíma venjulegs leiktíma var staðan hins vegar orðin 2-2 og DC einum manni fleiri. Þá fengu þeir hornspyrnu og einhverra hluta vegna ákvað markvörður liðsins að bregða sér í sóknina. Hornspyrnan misheppnaðist og Orlando menn geystust í skyndisókn og freistuðu þess að skora í autt mark DC. Rooney var ekki á sama máli og sýndi mikla vinnusemi þegar hann hljóp uppi sóknarmann Orlando, vann tæklingu og þrumaði boltanum í kjölfarið inn í vítateiginn, beint á kollinn á áðurnefndum Acosta sem skallaði boltann í netið, fullkomnaði þrennu sína og tryggði DC dramatískan sigur. Sjón er sögu ríkari og má sjá hetjudáð Rooney hér að neðan auk ítarlegrar greiningar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar á þessu atviki.WAYNE. ROONEY.What just happened???https://t.co/M5WE3kKsCh— Major League Soccer (@MLS) August 13, 2018
Fótbolti Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Sjá meira