300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamennirnir greiddu sekt sína á lögreglustöðinni á Egilsstöðum í morgun. vísir/gva Frönsku ferðamönnunum sex, sem uppvísir urðu að utanvegaakstri á hálendinu um helgina, var gert að greiða samtals þrjú hundruð þúsund króna sekt fyrir brot sín. Þetta staðfestir Jónas Vilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Vísi.Sjá einnig: Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Vísir greindi frá málinu í gær en ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá. Þeir höfðu verið á ferð um veginn F910, einnig þekktur sem Austurleið, á þremur bílum. Jónas segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi komið til skýrslutöku á lögreglustöðina á Egilsstöðum um klukkan ellefu í morgun. Málinu lauk með sektargreiðslu, hundrað þúsund krónum á hvern bíl. Samtals nemur sektin því þrjú hundruð þúsund krónum á hópinn og hafa ferðamennirnir þegar gengið frá greiðslu. „Það var aðeins farið yfir málin. Við erum ekki að fara að taka létt á svona hlutum, hvorki hjá Íslendingum né útlendingum. Þetta er það sem koma skal ef menn verða staðnir að svona brotum,“ segir Jónas um skýrslutökuna og sektargreiðslurnar í dag. Nokkuð bar á því að fólk teldi sektir á bilinu 50 til 500 þúsund krónur of lágar fyrir utanvegaakstursbrot, þar eð varðstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að sekt Frakkanna yrði lægri en sú sem samlandar þeirra við Kerlingafjöll greiddu í maí. Sú sekt nam 400 þúsund krónum, þ.e. 200 þúsund krónum á mann. Í því samhengi vísaði Jónas á ákæruvaldið, sem hefði sektarfjárhæðir á sinni könnu. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Frönsku ferðamönnunum sex, sem uppvísir urðu að utanvegaakstri á hálendinu um helgina, var gert að greiða samtals þrjú hundruð þúsund króna sekt fyrir brot sín. Þetta staðfestir Jónas Vilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Vísi.Sjá einnig: Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Vísir greindi frá málinu í gær en ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá. Þeir höfðu verið á ferð um veginn F910, einnig þekktur sem Austurleið, á þremur bílum. Jónas segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi komið til skýrslutöku á lögreglustöðina á Egilsstöðum um klukkan ellefu í morgun. Málinu lauk með sektargreiðslu, hundrað þúsund krónum á hvern bíl. Samtals nemur sektin því þrjú hundruð þúsund krónum á hópinn og hafa ferðamennirnir þegar gengið frá greiðslu. „Það var aðeins farið yfir málin. Við erum ekki að fara að taka létt á svona hlutum, hvorki hjá Íslendingum né útlendingum. Þetta er það sem koma skal ef menn verða staðnir að svona brotum,“ segir Jónas um skýrslutökuna og sektargreiðslurnar í dag. Nokkuð bar á því að fólk teldi sektir á bilinu 50 til 500 þúsund krónur of lágar fyrir utanvegaakstursbrot, þar eð varðstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að sekt Frakkanna yrði lægri en sú sem samlandar þeirra við Kerlingafjöll greiddu í maí. Sú sekt nam 400 þúsund krónum, þ.e. 200 þúsund krónum á mann. Í því samhengi vísaði Jónas á ákæruvaldið, sem hefði sektarfjárhæðir á sinni könnu.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58
Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43