Stolt af árangri síðustu átta ára og gefur áfram kost á sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 11:22 Kristín Soffía gefur kost á sér í annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni. vísir/stefán Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.” Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.”
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira