Culkin útskýrir af hverju hann sagði skyndilega skilið við Hollywood Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2018 12:49 Macauley Culkin með þáttastjórnanda hlaðvarpsins Marc Maron. Bandaríska barnastjarnan Macauley Culkin, sem flestir kannast við um Home Alone-myndunum, hefur útskýrt hvers vegna hann ákvað að segja skyndilega skilið við Hollywood. Í hlaðvarpinu WTF segir hinn 37 ára Culkin að hann hafi verið misnotaður bæði andlega og líkamlega af föður sínum, Kit. Faðir hans hafi verið einstaklega afbrýðisamur vegna velgengni sonar síns og ítrekað haft í hótunum að hann myndi hljóta verra af ef hann stæði sig ekki vel. „Stattu þig eða ég gef þér einn á kjaftinn,“ segir Culkin að faðir sinn hafi sagt. Culkin segir að skilnaður foreldra hans árið 1994 hafi verið eitt það besta sem gerst. Skilnaðurinn hafi gefið honum færi á að segja skilið við bransann sem hafi skilað honum miklum auði og gert hann að einu ríkasta barni heims. „Ég vildi taka pásu, en að lokum sagði ég einfaldlega: „Ég er búinn, ég vona að þið hafi grætt nógu mikinn pening, því það kemur ekki meira frá mér“,“ segir Culkin.Hafði betur gegn foreldrunum Áður hafði Culkin birst í myndum á borð við tveimur Home Alone-myndum, My Girl og myndinni Ritchie Rich sen fjallar einmitt um persónu sem á að vera ríkasta barn í heimi. Eftir skilnað foreldranna stefndi Culkin foreldrum sínum þar sem þau voru sögð hafa sólundað stórum hluta af launum sonarins. Culkin hafi sjálfur viljað hafa stjórn á auði sínum, sama þó hann hafi einungis verið fimmtán ára á þeim tímapunkti. Culkin hafði betur gegn foreldrum sínum og stýrði eigin fjárhag með aðstoð endurskoðanda þar til hann varð átján ára og fjárráða.Hlusta má á hlaðvarpsþáttinn að neðan. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Sjá meira
Bandaríska barnastjarnan Macauley Culkin, sem flestir kannast við um Home Alone-myndunum, hefur útskýrt hvers vegna hann ákvað að segja skyndilega skilið við Hollywood. Í hlaðvarpinu WTF segir hinn 37 ára Culkin að hann hafi verið misnotaður bæði andlega og líkamlega af föður sínum, Kit. Faðir hans hafi verið einstaklega afbrýðisamur vegna velgengni sonar síns og ítrekað haft í hótunum að hann myndi hljóta verra af ef hann stæði sig ekki vel. „Stattu þig eða ég gef þér einn á kjaftinn,“ segir Culkin að faðir sinn hafi sagt. Culkin segir að skilnaður foreldra hans árið 1994 hafi verið eitt það besta sem gerst. Skilnaðurinn hafi gefið honum færi á að segja skilið við bransann sem hafi skilað honum miklum auði og gert hann að einu ríkasta barni heims. „Ég vildi taka pásu, en að lokum sagði ég einfaldlega: „Ég er búinn, ég vona að þið hafi grætt nógu mikinn pening, því það kemur ekki meira frá mér“,“ segir Culkin.Hafði betur gegn foreldrunum Áður hafði Culkin birst í myndum á borð við tveimur Home Alone-myndum, My Girl og myndinni Ritchie Rich sen fjallar einmitt um persónu sem á að vera ríkasta barn í heimi. Eftir skilnað foreldranna stefndi Culkin foreldrum sínum þar sem þau voru sögð hafa sólundað stórum hluta af launum sonarins. Culkin hafi sjálfur viljað hafa stjórn á auði sínum, sama þó hann hafi einungis verið fimmtán ára á þeim tímapunkti. Culkin hafði betur gegn foreldrum sínum og stýrði eigin fjárhag með aðstoð endurskoðanda þar til hann varð átján ára og fjárráða.Hlusta má á hlaðvarpsþáttinn að neðan.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“