Skaftá heldur áfram að vaxa Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 23:53 Mynd sem fréttamaður Stöðvar 2 tók af Eldvatni nú í kvöld. Áin var dökk en enga brennisteinslykt var að finna. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mælar Veðurstofunnar sýna að rennsli Skaftár er enn að vaxa við Sveinstind og er það komið yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. Eystri-Skaftárketill hefur nú sigið um fjörutíu metra en það er um helmingi minna en í Skaftárhlaupi árið 2015. Bjarki Kaldalóns Friis, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að við Sveinstind mælist rennsli Skaftár nú um 1.060 rúmmetra á sekúndu. Við Skaftárdal hefur rafleiðni stokkið snöggt upp. Þar er hins vegar enginn vatnshæðarmælir. Við Eystri-Ása hjá Eldvatni, nærri þjóðveginum, hefur bæði hækkað í ánni og rennsli hennar aukist. Staða árinnar hefur hækkað úr 225 sentímetrum í 256 sentímetra nú í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er nærri Eldvatni segir að búið sé að vaxa sjáanlega í ánni. Hún sé dökk ásjónum en hins vegar sé enga brennisteinslykt að finna þar. Brúnni yfir Eldvatn var lokað fyrr í dag. Fyrr í kvöld sagði Auður Guðbjörnsdóttir á Búlandi í Skaftártungu að þar væri búið að vaxa hratt í ánni og þar væri brennisteinslykt greinileg. Óvíst er hvenær lækka fer í Skaftá við Sveinstind aftur, að sögn Bjarka. Veðurstofan hafði gert ráð fyrir að hlaupið nái hámarki sínu í nótt en hann segir of snemmt að segja til um hvenær það verður nákvæmlega. GPS-mælir á Eystri-Skaftárkatli sýnir hæðarbreytingu upp á fjörutíu metra. Í hlaupinu árið 2015 náði sigið áttatíu metrum en Bjarki segir óvíst hvort að það verði svo mikið að þessu sinni. Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Mælar Veðurstofunnar sýna að rennsli Skaftár er enn að vaxa við Sveinstind og er það komið yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. Eystri-Skaftárketill hefur nú sigið um fjörutíu metra en það er um helmingi minna en í Skaftárhlaupi árið 2015. Bjarki Kaldalóns Friis, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að við Sveinstind mælist rennsli Skaftár nú um 1.060 rúmmetra á sekúndu. Við Skaftárdal hefur rafleiðni stokkið snöggt upp. Þar er hins vegar enginn vatnshæðarmælir. Við Eystri-Ása hjá Eldvatni, nærri þjóðveginum, hefur bæði hækkað í ánni og rennsli hennar aukist. Staða árinnar hefur hækkað úr 225 sentímetrum í 256 sentímetra nú í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er nærri Eldvatni segir að búið sé að vaxa sjáanlega í ánni. Hún sé dökk ásjónum en hins vegar sé enga brennisteinslykt að finna þar. Brúnni yfir Eldvatn var lokað fyrr í dag. Fyrr í kvöld sagði Auður Guðbjörnsdóttir á Búlandi í Skaftártungu að þar væri búið að vaxa hratt í ánni og þar væri brennisteinslykt greinileg. Óvíst er hvenær lækka fer í Skaftá við Sveinstind aftur, að sögn Bjarka. Veðurstofan hafði gert ráð fyrir að hlaupið nái hámarki sínu í nótt en hann segir of snemmt að segja til um hvenær það verður nákvæmlega. GPS-mælir á Eystri-Skaftárkatli sýnir hæðarbreytingu upp á fjörutíu metra. Í hlaupinu árið 2015 náði sigið áttatíu metrum en Bjarki segir óvíst hvort að það verði svo mikið að þessu sinni.
Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50