Skaftá heldur áfram að vaxa Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 23:53 Mynd sem fréttamaður Stöðvar 2 tók af Eldvatni nú í kvöld. Áin var dökk en enga brennisteinslykt var að finna. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mælar Veðurstofunnar sýna að rennsli Skaftár er enn að vaxa við Sveinstind og er það komið yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. Eystri-Skaftárketill hefur nú sigið um fjörutíu metra en það er um helmingi minna en í Skaftárhlaupi árið 2015. Bjarki Kaldalóns Friis, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að við Sveinstind mælist rennsli Skaftár nú um 1.060 rúmmetra á sekúndu. Við Skaftárdal hefur rafleiðni stokkið snöggt upp. Þar er hins vegar enginn vatnshæðarmælir. Við Eystri-Ása hjá Eldvatni, nærri þjóðveginum, hefur bæði hækkað í ánni og rennsli hennar aukist. Staða árinnar hefur hækkað úr 225 sentímetrum í 256 sentímetra nú í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er nærri Eldvatni segir að búið sé að vaxa sjáanlega í ánni. Hún sé dökk ásjónum en hins vegar sé enga brennisteinslykt að finna þar. Brúnni yfir Eldvatn var lokað fyrr í dag. Fyrr í kvöld sagði Auður Guðbjörnsdóttir á Búlandi í Skaftártungu að þar væri búið að vaxa hratt í ánni og þar væri brennisteinslykt greinileg. Óvíst er hvenær lækka fer í Skaftá við Sveinstind aftur, að sögn Bjarka. Veðurstofan hafði gert ráð fyrir að hlaupið nái hámarki sínu í nótt en hann segir of snemmt að segja til um hvenær það verður nákvæmlega. GPS-mælir á Eystri-Skaftárkatli sýnir hæðarbreytingu upp á fjörutíu metra. Í hlaupinu árið 2015 náði sigið áttatíu metrum en Bjarki segir óvíst hvort að það verði svo mikið að þessu sinni. Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Mælar Veðurstofunnar sýna að rennsli Skaftár er enn að vaxa við Sveinstind og er það komið yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. Eystri-Skaftárketill hefur nú sigið um fjörutíu metra en það er um helmingi minna en í Skaftárhlaupi árið 2015. Bjarki Kaldalóns Friis, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að við Sveinstind mælist rennsli Skaftár nú um 1.060 rúmmetra á sekúndu. Við Skaftárdal hefur rafleiðni stokkið snöggt upp. Þar er hins vegar enginn vatnshæðarmælir. Við Eystri-Ása hjá Eldvatni, nærri þjóðveginum, hefur bæði hækkað í ánni og rennsli hennar aukist. Staða árinnar hefur hækkað úr 225 sentímetrum í 256 sentímetra nú í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er nærri Eldvatni segir að búið sé að vaxa sjáanlega í ánni. Hún sé dökk ásjónum en hins vegar sé enga brennisteinslykt að finna þar. Brúnni yfir Eldvatn var lokað fyrr í dag. Fyrr í kvöld sagði Auður Guðbjörnsdóttir á Búlandi í Skaftártungu að þar væri búið að vaxa hratt í ánni og þar væri brennisteinslykt greinileg. Óvíst er hvenær lækka fer í Skaftá við Sveinstind aftur, að sögn Bjarka. Veðurstofan hafði gert ráð fyrir að hlaupið nái hámarki sínu í nótt en hann segir of snemmt að segja til um hvenær það verður nákvæmlega. GPS-mælir á Eystri-Skaftárkatli sýnir hæðarbreytingu upp á fjörutíu metra. Í hlaupinu árið 2015 náði sigið áttatíu metrum en Bjarki segir óvíst hvort að það verði svo mikið að þessu sinni.
Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50