Scaloni var hluti af þjálfarateymi Argentínu í Rússlandi en hann mun stýra liðinu í leikjum gegn Gvatemala og Kólumbíu í september og mun Pablo Aimar, fyrrum miðjumaður argentínska landsliðsins, vera hans helsti aðstoðarmaður í leikjunum tveimur en Aimar er þjálfari U17 ára landsliðs Argentínu.
Scaloni er fertugur Argentínumaður sem lék sjö landsleiki fyrir Argentínu á leikmannaferli sínum en hann spilaði lengstum með Deportivo La Coruna í spænsku úrvalsdeildinni.
Hann lék einnig með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í nokkra mánuði en hann var fenginn að láni til Lundúnarliðsins í janúar 2006. Þá voru íslenskir fjárfestar undir forystu Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar nýbúnir að kaupa West Ham og lék Scaloni nokkra leiki fyrir þá félaga leiktíðina 2005/2006.
#SelecciónMayor La @AFA informa que Lionel Scaloni dirigirá los próximos amistosos de la Selección Argentina, junto con sus colaboradores Pablo Aimar y Martín Tocalli https://t.co/t1sYlxueBI pic.twitter.com/tpKsUX9qHR
— Selección Argentina (@Argentina) August 2, 2018