Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 18:38 Mörður Árnason er stjórnarmaður RÚV Visir/Vilhelm Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera „skrýtin“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Verja á um 400 milljónum til þess auk þess sem draga á úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir króna. „Enginn af stjórnendum RÚV virðist hafa verið látinn vita af þessu fyrir blaðamannafundinn í dag, þrátt fyrir hlý orð ráðherrans í garð Ríkisútvarpsins fyrr og síðar og beinar yfirýsingar um bætta stöðu þegar á líður. Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Mörður í samtali við Vísi. Þá segir Mörður að jafnvel þótt hann sjálfur sé fylgjandi því að minni hluti tekna RÚV komi frá auglýsingum hafi ráðherra ekki slegið því föstu að slík skerðing verði bætt, né lýst því með hvaða hætti það geti orðið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur þó fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. „Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“ segir Mörður og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra styðji tillögur Lilju.Stjórn RÚV þurfi því að koma saman til þess að ræða tillögurnar sem allra fyrst að mati Marðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera „skrýtin“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Verja á um 400 milljónum til þess auk þess sem draga á úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir króna. „Enginn af stjórnendum RÚV virðist hafa verið látinn vita af þessu fyrir blaðamannafundinn í dag, þrátt fyrir hlý orð ráðherrans í garð Ríkisútvarpsins fyrr og síðar og beinar yfirýsingar um bætta stöðu þegar á líður. Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Mörður í samtali við Vísi. Þá segir Mörður að jafnvel þótt hann sjálfur sé fylgjandi því að minni hluti tekna RÚV komi frá auglýsingum hafi ráðherra ekki slegið því föstu að slík skerðing verði bætt, né lýst því með hvaða hætti það geti orðið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur þó fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. „Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“ segir Mörður og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra styðji tillögur Lilju.Stjórn RÚV þurfi því að koma saman til þess að ræða tillögurnar sem allra fyrst að mati Marðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26