Innlent

Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra á Suðurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra voru meðal atriða sem gestir á Suðurlandi nutu í dag í veðurblíðunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson kom við á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn, á harmonikkuhátíð á Borg í Grímsnesi og á fjölskylduhátíðinni „Flúðir um Versló“.

Það var góð stemming á unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands og Héraðssambandsins Skarphéðins sem fór fram í Þorlákshöfn um helgina. Um 8 þúsund gestir voru á svæðinu. Mikil rigning var í gær en í dag lék sólin og góða veðrið við landsmótsgesti. Keppt var í 20 keppnisgreinum.

Harmonikkuhátíð fer fram í Borg í Grímsnesi um helgina. Þar hélt ein besta harmonikuhljómsveit Noregs, Bodö Trekkspilklubb, tónleika í félagsheimilinu í dag fyrir troðfullu húsi.

Mikið fjölmenni fylgdist með traktorstorfæru á Flúðum. Glæsileg tilþrif sáust í ánni þar sem brautin var farin á gömlum dráttarvélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×