Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti,“ heldur Rósa áfram. „Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar.“ Rósa Björk og flokksbróðir hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu hjá í atkvæðagreiðslu við aðra umræðu á þriðjudaginn. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í atvinnuveganefnd í gær. „Það kom fram ósk frá minnihlutanum um að málið kæmi inn í nefndina milli umræðna og það var orðið við því. Við fengum nokkra gesti á okkar fund og það var farið yfir ýmsa hluti en það leiddi ekki til neinna breytingartillagna af okkar hálfu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar. Rósa telur enn mikil álitaefni uppi í málinu. „Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar,“ segir Rósa. Rósa Björk segist styðja það að gildandi lög verði framlengd og tíminn nýttur til að vinna málið betur. „Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
„Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti,“ heldur Rósa áfram. „Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar.“ Rósa Björk og flokksbróðir hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu hjá í atkvæðagreiðslu við aðra umræðu á þriðjudaginn. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í atvinnuveganefnd í gær. „Það kom fram ósk frá minnihlutanum um að málið kæmi inn í nefndina milli umræðna og það var orðið við því. Við fengum nokkra gesti á okkar fund og það var farið yfir ýmsa hluti en það leiddi ekki til neinna breytingartillagna af okkar hálfu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar. Rósa telur enn mikil álitaefni uppi í málinu. „Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar,“ segir Rósa. Rósa Björk segist styðja það að gildandi lög verði framlengd og tíminn nýttur til að vinna málið betur. „Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40
Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21