Miðvörðurinn var keyptur til Sarpsborg frá Val eftir að hann spilaði frábærlega með Íslandsmeistaraliði Vals í fyrra en hann var fljótlega lánaður til HamKam í norsku B-deildinni.
Þar spilaði hann alla leiki en fékk svo nánast ekkert að vera með eftir að hann var kallaður aftur úr láninu. Tímarnir hafa verið erfiðir síðan.
Hann spilaði svo lítið fyrir Sarpsborg að umsjónarmaður Twitter-síðu félagsins vissi ekki að hann hefði komið við sögu áður en að hann var lánaður og óskaði honum því til lukku með sinn fyrsta leik á dögunum.
Þegar þu spilar það litið að félagið sjalft man ekki eftir þvi að þu komst inná fyrr a timabilinu https://t.co/csistotg7D
— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) November 24, 2018