Árssamantekt YouTube fellur í grýttan jarðveg Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 10:51 Youtube gaf út árssamantekt sína ígær. YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube. Fréttir ársins 2018 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube.
Fréttir ársins 2018 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira