Leggja til stofnun miðstöðvar skimunar fyrir krabbameini Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2018 06:00 Halla Þorvaldsdóttir segir umræðu um framtíðarfyrirkomulag skimunar hafa verið grunna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00
Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00
Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00