Innlent

Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini

Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar.

HPV veira er aðalorsök leghálskrabbameins en sautján konur greinast að meðaltali með leghálskrabbamein á íslandi ár hvert og þrjár konur deyja af völdum þess. Talið er að allt að 80 prósent kvenna smitist einhvern tíma af veirunni.

Í sumar fá allar íslenskar 12 ára stúlkur boð um að mæta í bólusetningu gegn HPV, en

samkvæmt nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi verður fimmtíu milljónum króna varið til verkefnisins.

Við atkvæðagreiðslu um þessa grein fjárlagafrumvarpsins sátu þremenningarnir í Vinstri grænum hjá, eins og við allar aðrar greinar frumvarpsins.

Forstjóri Krabbameinsfélagsins segist fagna ákvörðun Alþingis sem tekin sé í bágu efnahagsástandi.

Mikilvægt að hafa í huga að enn sé ekki vitað hve lengi bólusetningin virkar og hún veiti ekki vernd gegn öllum þeim veirustofnum sem geta leitt til leghálskrabbameins. Áfram sé mikilvægt að allar konur mæti í legháls-krabbameinsleit.

Bólusetning verður aðeins niðurgreidd fyrir tólf ára stúlkur árið 2011 en foreldrar eldri stúlkna sem þess óska geta sjálfir kostað bólusetningu. Þegar hafa nokkur hundruð foreldrar ákveðið slíkt þrátt fyrir verðið sem er um 80 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×