Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 19:26 Skjáskot úr myndinni sem fjallar um spillingu í afríska fótboltanum. bbc Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. Greint var frá því í dag að Kwesi Nyantakyi, forseti Knattspyrnusambands Gana, hefði tekið við mútum en í heimildarmynd sem frumsýnd verður í dag og fjallar um spilinguna í afrískum fótbolta sést Nyantakyi taka við tæpum sjö milljónum króna í beinhörðum peningum. Ganamenn mæta íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld sem er seinasti leikur íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort formaður knattspyrnusambandsins sé staddur hér á landi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Gana, sem ganverskur íþróttafréttamaður birtir á Twitter-síðu sinni, er farið hörðum orðum um knattspyrnusambandið. Þar segir að ríkisstjórnin sé bálreið og í áfalli vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í fyrrnefndri mynd. „Heimildarmyndin afhjúpar hversu hrikalega illa rekið Knattspyrnusamband Gana er en starfsemin einkennist af svindli, spillingu og mútum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Fyrir utan að vera formaður Knattspyrnusambands Ghana er Nyantakyi einnig í nefnd hjá FIFA og má því ekki þiggja neinar peningagjafir. Auk þess að sjást taka við peningum í heimildarmyndinni segist hann vera með forseta landsins í vasanum og gegn sanngjarnri greiðslu geti hann hjálpað fyrirtækjum og verktökum við að ná samningum við ríkið. Forsetinn er sagður hafa brjálast vegna þessara ummæla og gefið út handtökuskipun á Nyantakyi.OFFICIAL CONFIRMATION. Ghana FA dissolved pic.twitter.com/Fz13JqhvEP— Saddick Adams Obama (@SaddickAdams) June 7, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. Greint var frá því í dag að Kwesi Nyantakyi, forseti Knattspyrnusambands Gana, hefði tekið við mútum en í heimildarmynd sem frumsýnd verður í dag og fjallar um spilinguna í afrískum fótbolta sést Nyantakyi taka við tæpum sjö milljónum króna í beinhörðum peningum. Ganamenn mæta íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld sem er seinasti leikur íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort formaður knattspyrnusambandsins sé staddur hér á landi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Gana, sem ganverskur íþróttafréttamaður birtir á Twitter-síðu sinni, er farið hörðum orðum um knattspyrnusambandið. Þar segir að ríkisstjórnin sé bálreið og í áfalli vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í fyrrnefndri mynd. „Heimildarmyndin afhjúpar hversu hrikalega illa rekið Knattspyrnusamband Gana er en starfsemin einkennist af svindli, spillingu og mútum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Fyrir utan að vera formaður Knattspyrnusambands Ghana er Nyantakyi einnig í nefnd hjá FIFA og má því ekki þiggja neinar peningagjafir. Auk þess að sjást taka við peningum í heimildarmyndinni segist hann vera með forseta landsins í vasanum og gegn sanngjarnri greiðslu geti hann hjálpað fyrirtækjum og verktökum við að ná samningum við ríkið. Forsetinn er sagður hafa brjálast vegna þessara ummæla og gefið út handtökuskipun á Nyantakyi.OFFICIAL CONFIRMATION. Ghana FA dissolved pic.twitter.com/Fz13JqhvEP— Saddick Adams Obama (@SaddickAdams) June 7, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30