Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2018 06:00 Formanns- og stjórnarkjör í Eflingu stendur til kl. 20 í kvöld og fer fram í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Fréttablaðið/Vilhelm Stöðugur straumur fólks var í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík í gær þegar kosning formanns og nýrrar stjórnar í Eflingu stéttarfélagi hófst. Kosning stendur yfir til klukkan 20 í kvöld. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, segir að strax við opnun í gærmorgun hafi verið mikið að gera. „Svo er opið til átta í kvöld og ég á von á að það verði mikið seinnipartinn líka.“ Aðspurður segir Magnús þó engar biðraðir hafa myndast. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem formannskjör fer fram í félaginu. Í framboði til formanns eru Ingvar Vigur Halldórsson, sem leiðir A-lista stjórnar og trúnaðarráðs, og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem leiðir mótframboð B-lista. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Sólveigu og beri hún sigur úr býtum eru það mikil tíðindi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ), enda fara þessi stóru félög með meirihluta í ASÍ. Litlir kærleikar hafa verið með þeim Ragnari Þór og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Greiðendur í Eflingu á síðasta ári voru rétt undir 25 þúsundum en rúmlega 16 þúsund manns eru á kjörskrá og að sögn Magnúsar er nokkuð um að menn hafi þurft að kæra sig inn á kjörskrá frá því að kosning hófst. Helst er um þá að ræða sem greiða í félagið en hafa ekki sótt um fulla aðild. Þegar fréttamann og ljósmyndara bar að garði upp úr hádegi í gær var stöðugur straumur af fólki inn og út af kjörstað. Allir sem rætt var við sögðust hafa fylgst með kosningabaráttunni og að stjórnarkjörið væri töluvert rætt á vinnustöðum þeirra. Við spurðum hvers félagsmenn væntu af nýrri stjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Stöðugur straumur fólks var í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík í gær þegar kosning formanns og nýrrar stjórnar í Eflingu stéttarfélagi hófst. Kosning stendur yfir til klukkan 20 í kvöld. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, segir að strax við opnun í gærmorgun hafi verið mikið að gera. „Svo er opið til átta í kvöld og ég á von á að það verði mikið seinnipartinn líka.“ Aðspurður segir Magnús þó engar biðraðir hafa myndast. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem formannskjör fer fram í félaginu. Í framboði til formanns eru Ingvar Vigur Halldórsson, sem leiðir A-lista stjórnar og trúnaðarráðs, og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem leiðir mótframboð B-lista. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Sólveigu og beri hún sigur úr býtum eru það mikil tíðindi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ), enda fara þessi stóru félög með meirihluta í ASÍ. Litlir kærleikar hafa verið með þeim Ragnari Þór og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Greiðendur í Eflingu á síðasta ári voru rétt undir 25 þúsundum en rúmlega 16 þúsund manns eru á kjörskrá og að sögn Magnúsar er nokkuð um að menn hafi þurft að kæra sig inn á kjörskrá frá því að kosning hófst. Helst er um þá að ræða sem greiða í félagið en hafa ekki sótt um fulla aðild. Þegar fréttamann og ljósmyndara bar að garði upp úr hádegi í gær var stöðugur straumur af fólki inn og út af kjörstað. Allir sem rætt var við sögðust hafa fylgst með kosningabaráttunni og að stjórnarkjörið væri töluvert rætt á vinnustöðum þeirra. Við spurðum hvers félagsmenn væntu af nýrri stjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00
Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00
Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31