Sex milljónir í bætur vegna myglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 11:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld. Húsið var sett á sölu árið 2014 og í söluyfirliti, sem dagsett var 27. janúar 2005, kom fram að húsið þarfnaðist utanhúsviðgerða, gluggar væru ónýtir í risi. Áréttað var að húseignin þarfnaðist „einhverra endurbóta“ auk þess sem að kom fram að nýleg skólplögn væri frá húsi og ný rotþró. Kaupendur skoðuðu húsið í tvígang áður en gengið var frá kaupunum. Hélt seljandinn því fram að hann hafi ítrekað fyrir kaupendunum við vettvangsskoðanirnar að ráðast þyrfti á endurbætur á eigninni, meðal annars þyrfti að ráðast í endurbætur á útveggjum vegna sprungna, sem og að laga leka á rishæð hússins. Í skýrslu sem tekin var af kaupendum kom fram að vegna orða seljandans hafi þeim orðið ljóst að endurbætur og viðhald væri nauðsynlegt. Kváðust þeir hins vegar „hafa staðið í þeirri trú að ekki þyrfti að grípa til meiriháttar bráðaaðgerða eða að um „eitthvað risavandamál“ væri að ræða.“ Fljótlega eftir kaupin fóru að renna tvær grímur á kaupendurna. Urðu kaupendurnir varir við stíflu í frárennslinu frá salerni í kjallarahluta eignarinnar sumarið 2014. Síðar kom í ljós að skólplögnin var ónýt, sprungur voru í veggjum og myglusveppur eða annar sveppagróður fannst í eignini. Höfðu kaupendurnir samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sem skoðaði eignina og komst að þeirri niðurstöðu að ástand húseignarinnar hafi verið þannig að það væri óíbúðarhæft. Fluttu kaupendurnir úr íbúðinni í kjölfar niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins. Dómskvaddir matsmenn voru kallaðir til en kaupendurnir fóru fram á að kaupsamningnum yrði rift vegna stórfelldra galla á eigninni. Var það niðurstaða matsmannanna að viðgerð á húsinu myndi kosta átta milljónir. Dómur héraðsdóms Norðurlands Eystra, sem féll í desember, studdist við matsskýrslu matsmannanna og útreikninga þeirra. Var það mat dómsins að um annmarka væri að ræða á húseigninni og að kaupendurnir ættu rétt á bótum vegna þeirra galla sem komu í ljós. „Þessir gallar eru hins vegar að áliti dómsins í heild sinni ekki svo veruleg vanefnd að réttlætt geti riftun kaupsamnings aðila,“ segir í dómi héraðsdóms.Þarf seljandinn því að greiða kaupendum 6,1 milljón í skaðabætur en málskostnaður í málinu fellur niður. Dómsmál Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld. Húsið var sett á sölu árið 2014 og í söluyfirliti, sem dagsett var 27. janúar 2005, kom fram að húsið þarfnaðist utanhúsviðgerða, gluggar væru ónýtir í risi. Áréttað var að húseignin þarfnaðist „einhverra endurbóta“ auk þess sem að kom fram að nýleg skólplögn væri frá húsi og ný rotþró. Kaupendur skoðuðu húsið í tvígang áður en gengið var frá kaupunum. Hélt seljandinn því fram að hann hafi ítrekað fyrir kaupendunum við vettvangsskoðanirnar að ráðast þyrfti á endurbætur á eigninni, meðal annars þyrfti að ráðast í endurbætur á útveggjum vegna sprungna, sem og að laga leka á rishæð hússins. Í skýrslu sem tekin var af kaupendum kom fram að vegna orða seljandans hafi þeim orðið ljóst að endurbætur og viðhald væri nauðsynlegt. Kváðust þeir hins vegar „hafa staðið í þeirri trú að ekki þyrfti að grípa til meiriháttar bráðaaðgerða eða að um „eitthvað risavandamál“ væri að ræða.“ Fljótlega eftir kaupin fóru að renna tvær grímur á kaupendurna. Urðu kaupendurnir varir við stíflu í frárennslinu frá salerni í kjallarahluta eignarinnar sumarið 2014. Síðar kom í ljós að skólplögnin var ónýt, sprungur voru í veggjum og myglusveppur eða annar sveppagróður fannst í eignini. Höfðu kaupendurnir samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sem skoðaði eignina og komst að þeirri niðurstöðu að ástand húseignarinnar hafi verið þannig að það væri óíbúðarhæft. Fluttu kaupendurnir úr íbúðinni í kjölfar niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins. Dómskvaddir matsmenn voru kallaðir til en kaupendurnir fóru fram á að kaupsamningnum yrði rift vegna stórfelldra galla á eigninni. Var það niðurstaða matsmannanna að viðgerð á húsinu myndi kosta átta milljónir. Dómur héraðsdóms Norðurlands Eystra, sem féll í desember, studdist við matsskýrslu matsmannanna og útreikninga þeirra. Var það mat dómsins að um annmarka væri að ræða á húseigninni og að kaupendurnir ættu rétt á bótum vegna þeirra galla sem komu í ljós. „Þessir gallar eru hins vegar að áliti dómsins í heild sinni ekki svo veruleg vanefnd að réttlætt geti riftun kaupsamnings aðila,“ segir í dómi héraðsdóms.Þarf seljandinn því að greiða kaupendum 6,1 milljón í skaðabætur en málskostnaður í málinu fellur niður.
Dómsmál Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira