Nýir lögreglubílar með nýjar merkingar á göturnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2018 19:00 Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira