Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 19:30 Afrin-hérað í Sýrlandi er skammt frá landamærunum við Tyrkland. Vísir/Gvendur Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“ Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira