Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 19:30 Afrin-hérað í Sýrlandi er skammt frá landamærunum við Tyrkland. Vísir/Gvendur Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“ Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira