„Íslenska liðið er hæfileikalaust og ofmetið og má fokka sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu fá ekki góðar kveðjur frá Hollandi. Vísir/Andri Marinó The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira