Matthäus og Carbajal fá nýjan mann inn í sögulegan hóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 19:00 Rafael Márquez í leik á móti Íslandi. Vísir/Getty Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Sjá meira
Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Sjá meira