Lífið

Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thompson og Khole þegar allt lék í lyndi.
Thompson og Khole þegar allt lék í lyndi. vísir/getty
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian eignaðist stúlku á fimmtudagsmorguninn. Stúlkan fæddist á spítala í útjaðri borgarinnar Cleveland í Ohio-ríki, þar sem Khloe hefur verið búsett undanfarin misseri.

Mikið fjölmiðlafár hefur skapast í kringum foreldrana, téða Khloe og körfuboltamanninn Tristan Thompson, en TMZ greindi frá því að Thompson hafi ítrekað haldið fram hjá Khloe.

Myndbönd af framhjáhaldinu, þar sem Thompson sést kyssa konur á skemmtistað, hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag.

Þá sást Thompson einnig í fylgd með annarri konu í byrjun apríl. Mikil reiði hefur gripið um sig í aðdáendahóp Kardashian-fjölskyldunnar vegna málsins.

Thompson fékk að vera viðstaddur fæðinguna ásamt þeim Kim og Kourtney Kardashian, auk höfuðs Kardashianættarinnar, Kris Jenner.

Nú greinir TMZ frá því að þrátt fyrir að fæðingin hafi gengið vel og dóttir parsins sé komin í heiminn sé sambandið í molum en sumir miðlar hafa haldið því fram að Khloe hafi fyrirgefið Thompson.

Heimildarmenn TMZ segja að Khloe hafi lítið sem ekkert talað við Tristan Thompson síðustu daga.

Stúlkan hefur fengið nafnið True Thompson og eru þær mæðgur á heimili þeirra í Cleveland. Aftur á móti er Tristan Thompson ekki búsettur þar í augnablikinu.

Samkvæmt heimildum slúðurmiðilsins munu þær mæðgur ferðast yfir til Los Angeles um leið og læknateymi þeirra hefur gefið grænt ljós.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.