Lífið

Dóttir Khloe og Tristans komin í heiminn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Khloe Kardashian ásamt barnsföður sínum Tristan Thompson.
Khloe Kardashian ásamt barnsföður sínum Tristan Thompson.
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian eignaðist stúlku í morgun ef marka má frétt hins virta slúðurmiðils TMZ. Stúlkan fæddist á spítala í útjaðri borgarinnar Cleveland í Ohio-ríki, þar sem Khloe hefur verið búsett undanfarin misseri.

Mikið fjölmiðlafár hefur skapast í kringum foreldrana, téða Khloe og körfuboltamanninn Tristan Thompson, en TMZ greindi frá því í dag að Thompson hafi ítrekað haldið fram hjá Khloe. Myndbönd af framhjáhaldinu, þar sem Thompson sést kyssa konur á skemmtistað, hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag. Þá sást Thompson einnig í fylgd með annarri konu í byrjun apríl. Mikil reiði hefur gripið um sig í aðdáendahóp Kardashian-fjölskyldunnar vegna málsins.

Sjá einnig: Hataðasti maður Bandaríkjanna

Thompson var þó viðstaddur fæðingu dóttur sinnar, að því er fram kemur í frétt TMZ, og þá voru systur Khloe, þær Kim og Kourtney, auk höfuðs Kardashianættarinnar, Kris Jenner, einnig viðstaddar fæðinguna.

Stúlkan, sem hefur ekki verið gefið nafn, er fyrsta barn Khloe. Þessi yngsti meðlimur Kardashian-fjölskuldunnar er þriðja barnabarn Kris Jenner sem fæðist á árinu en Kim og Kylie, systur Khloe, eignuðust dætur í janúar og febrúar síðastliðnum.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.