Í gær gáfu þeir út lagið Þráhyggju og einnig myndband en það má finna á nýju plötunni frá þeim félögum sem heitir Afsakið hlé og kemur út á morgun.
Þeir segjast hafa ákveðið að fara nýjar leiðir við upptökurnar en á plötunni má finna ballöðu þar sem þeir báðir syngja og rappa.
JóiPé og Króli eru í skemmtilegu viðtali í myndbandi sem framleitt er af fyrirtækinu Origo og eru þeir í miklu stuði eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Á kafla í viðtalinu fer það í raun út í algjöra vitleysu.